Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Blaðsíða 13
11
spjót og sverð, og lét hafin svo mælt, að Glúmur týndi
ckki virðingu meðán hann ætti jiá,-----------»en þá em ek
hræddr, ef þú lógar þeim«. Nokkru eftir heimkomuna
dreymdi Glúm eina nótt, að hann þóttist úti staddur á bæ
sínuin, Þverá, og sjá út til fjarðarins. Hann þóttist sjá
konu eina ganga utan eftir héraðinu og stefndi hún þang-
að til Þverár, »en hon var svá mikil, at axlirnar tóku út
fjöllin beggja vegna«. Drauminn réð hann svo, að nú
niundi Vigfús andaður, og mundi þetta vera hamingja æft-
arinnar, er þar leitaði staðfestu, er hann, Glúmur, var.
Glúmur varð og virðingarmikill og sigursæll höfðingi, og
eins og sagan orðar það, varð uppreist hann öll í móður-
ætt: það voru móðurfrændur háns, sem studdu hann til
sigra og virðingar. En þegar honum hafði tekist að blekkja
mótstöðumenn sína með tvíræðum eiði við þrjú höfuðhof
í Eyjafirði eftir víg Þorvaldar króks, gaf hann frændum
sínum, Ásgrími Elliðagrímssyni og Gissuri hvíta, feldinn
blá og spjótið gullrekna fyrir liðveislu þá, er þeir höfðu
veitt honum. Og með því var lokið gæfu hans.
Vel er mér það Ijóst, að saga þessi er gömul jajóðsaga,
og eg segi ykkur hana sem æfintýri. En oft, þegar eg hef
hugsað um þroska og framtíð hvers nemanda rníns, og
þegar eg hef, hugsað mn sköp og þroska þjóðar minnar,
hefur þessi saga orðið mér stórfeld Iíking, sem slegið hef-
ur birtu yfir alt. Einkagripirnir þrír, sem við eigum öll
sameiginlega og þó hvert í sínu lagi, eru málið okkar,
bókmentirnar og tengslin við þjóðlíf og náttúru Iandsins.
Tungan og bókmentirnar tryggja órofasamband við Iiðn-
ar kynslóðir þjóðarinnar, og geyma hugsun okkar og líf
til óborinna kynslóða. Eg vil ekki, að þið skiljið trú mína
á íslenska tungu og íslenskar bókmentir sem menningar-
legt íhald eitt saman, þó að mér sé fullljóst gildi menn-
ingararfsins og fullljós nauðsynin á samstarfi kynslóðanna
í þroskaleit j^jóðarinnar. Ef við skoðum málið okkar og