Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Blaðsíða 29
27
unnar í einn lýðskóla í sveit, er sameiginlegur só fyrir alt
héraðið.
2. að umf. Efling gangist fyrir því, að komið verði á
stofn unglingaskóla í þinghúsi Reykdæla, er starfi þar til
lýðskólinn kemst á stofn.
Urðu um málið allmiklar umræður og sá fundurinn sér
eigi fært, að svo stöddu, að ráða neinu til lykta um mál-
ið, og var því samþykt svohljóðandi tillaga:
»Fundurinn hallast að því, að reynt verði að sameina
»unglingaskólana í einn lýðskóla, og felur nefndinni að
»starfa framvegis á þeim grundvelli««.
Það, sem nú gerðist merkast í niálinu um nokkra hríð,
var að einn nefndarmaðurinn, Glúmur Geirason, snéri sér
til forstöðumanns Lýðskólans á Húsavík, Benedikts
Björnssonar, og ræddi um það við hann, hvort hann vildi
flytja sinn skóla upp í Reykjadal. Komst það mál svo
langt, að Benedikt sótti um að fá þinghús Reykdæla til
skólahalds- og fékk samþykki sveitarmanna fyrir því. Þö
hvarf hann frá því ráði aftur, mest vegna heilsubrests,
sem hann kendi um þær mundir. Féll þá þetta skólamál
niður um nokkurn tíma, enda var Arnór Sigurjónsson, sein
hrundið hafði málinu af stað, um þessar mundir við náfn
á Gagnfræðaskólanum á Akureyri og gat eigi komið því-
við að vinna fyrir málið og halda því vakandi.
En í ársbyrjun 1915 tók Arnór málið upp að nýju á
fundum í umf. Efling 17. janúar og 14. mars. Hafði það
þá fengið að nokkru leyti annan svip, mest fyrir áhrif rit-
gerða, er Jónas Jónsson frá Hriflu ritaði um það leyti
í Skinfaxa um »Þjóöskóla«, einskonar lýðháskóla, sem
hann vildi að stofnaðir yrðu hér á landi. Þó vildi Arnór
leggja ineiri áherslu á, að skólarnir yrðu reistir á þjóð-
ernislegum grundvelli, en fram kemur í þeim ritgerðum.
Má meðal annars sjá það á því, að hann flutti málið í
sambandi við önnur mál, er hann vildi, að félagið tæki á