Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Blaðsíða 149
147
Fyrirlestrar.
Arnór hélt tvo fyrirlestra á viku um ýmisleg' efni, einkum
uppeldisfræðisleg. Auk þess héldu þessir gestir fyrirlestra (eða
héldu uppi kenslu á annan hátt):
1. Sr. Páll Þorleifsson á Skinnastað. Hélt 3 fyrirlestra um
prófessor Jóh. Muller og skýringar hans á Fjallræðunni, 1
fyrirlestur um Amos spámann og 1 fyrirlestur um Frans frá
Assisi.
2. Sr. Hermann Hjartarson á Skútustöðum las 5 fyrstu kafla
Mattheusarguðspjalls með nemendum í báðum deildum (hvorri
fyrir sig), 20 kenslustundir alls.
3. Unnur Benediktsdóttii', skáldkona á Húsavík, hélt 1 fyrir-
lestur um Benedikt Gröndal.
4. Sr Gunnar Benediktsson í Saurbæ hélt 1 fyrirlestur um
Altarissakramentið og 1 um líflátssök Jesú.
5. Guðmundur Kristjánsson regluboði hélt 1 fyrirlestur um
Regluna.
Prestafélag' íslands kostaði ferð þeirra prestanna Páls og
Hermanns hingað í skólann, og Stúdentafélag Akureyrar ferð
sr. Gunnars. Skólinn kann báðum félögunum bestu þakkir fyrir.
D a n s k a.
Öllum nemendum í dönsku var skift í þrjá flokka eftir kunn-
áttu. 1 I. flokki voru aðallega eldri deildar nemendur, III.
flokki eingöngu yngri deildar nemendur, en nokkurn veginn
jafnmargt úr báðum deildum í II. flokki. Var I. fl. fámennastur,
en III. fl. fjölmennastur. I. fl. las kenslubók í dönsku e. Jón
Ófeigsson og Jóh. Sigf. III. og Island. Land og Folk af Th.
Thoroddsen, bls. 102—155; II. fl. las kenslubók í dönsku II. og
sömu bók III., bls. 1—49; III. fl. sömu bók I. og ennfremur
sömu bók II. bls. 1—85. Hver flokkur gerði 1 stíl í viku og hafði
talæfingar í hverri kenslustund 3 stundir í viku fyrir hvern
flokk. Þrír nemendur í e. d. höfðu aukakenslu í dönsku 2 stundir
í viku og lásu Island. Land og Folk bls. 1—73 og Lærebog í Ver-
dens Historie af Schöth og Lange II. bls. 6—73.
E n s k a.
Kent var í tveimur flokkum, og voru eingöngu eldri deildar
nemendur í I. flokki, en nemendur úr báðum deildum í II. flokki
10*