Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Blaðsíða 85
83
Ef þú hefur skóla, sem ekki gerir fólkið ófrjótt, þá hefur
þú besta skóla í heimi. Láttu nemendur lofa því, að eiga
10 börn hver, og láttu þá sverja það. Ef það dugar ekki,
verður að banna öllum að fara í skóla, nema flónum eins
og mér. Það gerir ekkert til með þá. Piparskattur er sjálf-
sagður á konur ekki síður en karla frá 25 ára aldri, 1/3 af
tekjum að frádregnu ódýrasta fæði, og renni í Landnáms-
sjóð. Þessa grein ætti að setja í stjórnarskrána. En í al-
vöru að tala, býst eg við, að hér þurfi róttækari tilþrif, ef
duga skal, og ekki veiti af, að kynna sér ínanneðiisrann-
sóknir og mannbótatilraunir í Ameríku og hvar annars
staðar, sem þær koma fram.
Sá, sem helst gnæfir yfir fjöldann í Ameríku nú, virð-
ist vera Henry Ford. Það er ekki eingöngu vegna þess, að
hann er talinn að eiga meir en 2 þús. millj. dollara,-----
— enda virðist hann ekki gera sér mjög háar hugmyndir
um eignarrétt sinn yfir þessum biljónum. Hann virðist
ekki telja sig hafa gjafarétt, því síður erfðaskrárrétt og
síst af öllu eyðslurétt, heldur líklega aðeins umráðarétt
yfir stofnunum, sem eigi að eiga sig sjálfar, bera sig fjár-
hagslega og borga starfsmönnunum og viðskiftamönnun-
um afganginn. Þó er þetta ekki alveg víst. Hitt er víst, að
hann er hugsjónamaður meiri en gerist a. m. k. um auð-
kýfinga, og vitanlega hefur hann betri aðstöðu en aðrir
menn, til að koma einhverju af hugsjónum sínum fram.
Ef til vill hef eg meiri mætur á honum vegna þess, að hann
heklur fram samskonar kenningu og eg urn gullið. Þó á
eg ekki von á, að Ford frelsi heiminn. Það gerir víst eng-
inn einn maður. En það er vert að veita honum athygli, og
væri freistandi að skrifa um hann meira en hér er hægt.
Eg ætla aðeins að nefna eitt atriði, af því að það kemur
þér við sérstaklega. Ein af mörgum sérkennilegum kenn-
ingum Fords er sú, að skólar eigi að bera sig fjárhags-
6*