Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Blaðsíða 35
33
I' fyrsta lagi allra ungmennafélaga í héraðinu.
í öðru lagi allra sveitafélaga í S.-Þingeyjarsýslu, 11 að
tölu og óskar eftir að hver hreppur, ásamt hlutaðeigandi
ungmennafélagi, lofi að leggja fram 1000 krónur til
Skólasjóðs Þingeyinga á næstu tveimur árum
sairianlagt Kr.
Sambandið greiði sérstaklega —
í þriðja lagi ýmissra annara félaga í sýsl-
unni, kvenfél. S.-Þing. o. fl. er leggi fram —
i fjórða lagi sýslufélags S.-Þingeyinga
(sýslusjóðs) um —
í fimta lagi N.-Þingeyinga yfirleitt. Ósk-
að er eftir fullri samvinnu þeirra við S.-
Þingeyinga í Alþýðuskólamálinu og þátt-
töku í fjársöfnuninni, er nemi að rninsta
kosti —
Á þenna hátt vonast Samb. eftir að fá
helming stofnkostnaðarins kr. 25000.00
Meö þessu erindi beinir það málinu til allra einstaklinga,
ungmennafélaga og sveitarfélaga í N.-Þingeyjarsýslu, án
þess að gera ákveðna áætlun um upphæð fjárframlaga
frá hvorum fyrir sig, en sú hlutdeild er í nokkru samræmi,
að úr hverju sveitarfélagi fáist ca. 700 kr., en úr sýslu-
sjóði N.-Þingeyinga 1000 kr. Það er ekki aðeins vegna
þessara fjárframlaga, að samvinna beggja sýslanna er
svo nauðsynleg í þessu máli, heldur af því, að það er sigur-
vænlegra gagnvart þingi og stjórn, að það sé undirbúið og
sótt af þeim báðum. En íbúar beggja héraðanna njóta þá
að sjálfsögðu sömu skilyrða að sitja fyrir utanhéraða-
mönnum að öðru jöfnu að notkun skólans og ef til vill
fleira«. — Að lokum er þess getið, að Sambandið væntir
þess, »að allir Suður- og Norður-Þingeyingar ákveði af-
3
11000.00
2000.00
2000.00
5000.00
5000.00