Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Síða 54
52
Til
stjórnar Sambands þingeyskra ungmennafélaga.
(hr. Þórólfur Sigurðsson)«.
Eftir þessíi stjórnarbréfi var ríkisféð síðar greitt, e.g
varð engin tregða á.
Næst ríkisfénu var fjárloforð S.-Þingeyjarsýslu (sýslu-
félagsins) mesta fúlgan úr einum stað. Stjórn S. Þ. U.
var mjög uggandi um, að það yrði eigi greitt tregðulaust.
Vissi hún, að oddviti sýslunefndar, og að líkindum ineiri
liluti annara nefndarmanna, var mótsnúinn framkvæmd
skólabyggingarinnar þetta ár. Það var og skilyrði fyrir
loforði sýslunnar 1919, að oddviti sýslunefndar tæki þátt
í undirbúningi málsins. En þar sem hann hafði snúist gegn
málinu á þingmálafundinum á Breiðumýri 1923, hafði
stjórn S. Þ. U. eigi leitaö samvinnu við hann, og hafði því
sýslunefndin formlega ástæðu til að hverfa frá fjárloforði
sínu. Til þessa kom þó eigi, enda var þegar búið að kaupa
byggingarefni skólans, og hefði verið bygt um sumarið,
hvernig sem sýslunefnd hefði snúist við málinu, og var
það öllum Ijóst. En bókun aðalfundar nefndarinnar 28.
apríl — 2. maí 1924 um.málið sýnir, að henni var eigi
allskostar Ijett fyrir brjósti, en gott sýnishorn er sú bókun
anda þess, er ríkti meðal mikils þorra sýsiubúa vorið
1924:
»54. Ot af erindi S. Þ. U. (sjá 21. tölulið hjer að fram-
an) lýsir sýslunefndin yfir, að jafnvel þótt hún líti svo á,
að undirbúningur þessa máls sje ekki svo fullkominn sem
vera skyldi, og að æskilegt hefði verið, sökum fjárkreppu
og dýrtíðar, að fresta um stund framkvæmdum í þessu
máli, þá sér nefndin sér ekki annað fært, sökum gefins
loforðs sýslunefndarinnar 1919, en að staöið sé við gefin
heit, og að tekið sé alt að 5000 kr. lán á þessu ári til
stofnunar alþýðuskóla hér í sýslunni. Þó verður fé þetta
því aðeins útborgað, að skjallega sé sannað, að 20 þús.