Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Blaðsíða 124
122
II.
Þorgils var kominn af tveimur merkustu ættum Sturl-
ungaaldar, Ásbirningum og Sturlungum.
Faðir hans var Böðvar Þórðarson á Stað á Snæfells-
nesi, bróðir Sturlu Þórðarsonar, en móðir hans var Sig-
ríður Arnórsdóttir, systir Kolbeins unga. Böðvar virðist
hafa verið hæglátur og friðsamur, og mun Þorgils meir
hafa sótt skapgerð sína í móðurætt. Og um flest svipar
honum meir til Ásbirninga en Sturlunga.
Auðsætt er, að foreldrar Þorgils hafa verið mjög mik-
ilhæf. Þau hafa þrátt fyrir alt rótið, sem þá var á þjóð-
Iífinu, getað veitt honum sterkt og gott uppeldi, og gefið
honum þá festu og þau heiiindi, sem eru auðkennandi fyr-
ir hann alt í gegn um sögu hans.
Þorgils er þaimig lýst í Sturlungu: »Hann var vænn
maður yfirlits, herðimikill og gerfilegur, hvítur á hár og
hörund, eygður manna best, miðmjór og herðibreiður,
þunt hár og fór vel; hann var hraustur og harðgerr, synt-
ur vel og hinn mesti harðfari í hvívetna, fámæltur og fast-
heitinn; hvárt sem hann hét góðu eða illu, þá var hann örr
í að efna. í efri vör var skarð það, er hann var alinn með,
því var hann kallaður Þorgils skarði«. Hér er brugðið upp
mynd af glæsilegum manni með rika skapsmuni, manni
sem vílar ekki smámuni fyrir sér, og efnir það sem hann
lofar, hvort sem það er ilt eða gott.
Hjá föður sínum ólst Þorgils upp, þar til hann var
15 ára. Þá tók Gissur Þorvaldsson Snorra Stuiiuson af
lífi, og til þess að tryggja það, að Böðvar veitti sér
engan mótgang, tók hann Þorgils son hans og Guttorm
bróður hans í gislingu.
Hjá Gissuri voru þeir frændur einn vetur. Heldur þótti
Þorgils vandlyndur, enda ekki ólíklegt, að honum, sem