Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Page 131
Mót
Nemendasambands Laugaskóla næsta vor.
I. Bréf frá Þorgeiri Jakobssyni.
Kæru skólasystkin.
Það niun óljóst fyrir mörgum ykkar, livernig móti þessu
sknli hagað, og hvað þangað verði helst að sækja. Eru
þessar línur ritaðar í því augnamiði, að það geti orðið
ljósara.
Hið fyrsta, sem flestum okkar kemur i hug, þegar við
hugsum til mótsins, er, að þá munum við hitta vini og
kunningja frá skólaárunum, og að þeir endurfundir muni
veita okkur mikla ánægju. Einnig að þá munum við sjá
skólann og þær umbætur, er þar hafa orðið, síðan við vor-
um þar. Þá hittum við kennara okkar, sem urðu okkur svo
kærir, vegna hinna góðu áhrifa, er þeir höfðu á okkur,
meðan við vorum í skólanum. Og það að mætast undir
þaki Laugaskóla og verða fyrir líkuin áhrifum og þeim, ei
við urðum fyrir þá, mun endurvekja áhuga okkar á góð-
um og nytsömum málefnum, ef hann skyldi hafa dofnað.
Mótið byrjar á hádegi á sunnudag (16. júní) eins og
sjá má á auglýsingunni á öðrum stað hér í ritinu. Þá þurf-
ið þið öll, sem á mótinu ætlið að verða, að vera komin í
skólann. Fyrsta daginn mun verða mest um skemtanir og
9