Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Blaðsíða 25
23
albyggingu skólans, og kliðurinn lætur í eyru'm mér eins
og árniður í fjarska. Hurðin að íbúð skólastjóra lykst á
eftir mér. Mér er boðið til sætis og samræður hefjast. Og
stúlkurnar, sem skólinn á að vera reistur fyrir, eru
gleymdar eins og þýðingarlaust aukaatriði. Fyrir siðasakir
spyr eg um nemendatöluna. Því er svarað greiðlega ef tal-
an er há. Það sýnir gengi skólans.
í Helsingjagarði mæti eg ekki slíkum hópum. Hér
bregður fyrir ungri stúlku, snoturlega en látlaust klæddri.
Hreifingarnar eru rösklegar, og hver hreifing miðar að
vissu marki. Þessi stúlka veit, frá hverju hún kemur og
hvað framundan er; hún er að verki eða á leið til verks.
Og verkið er henni ekki þvingun og ekki heldur leikur, það
er ánægjuleg alvara. Það fullnægir starfsþrá þess er vinn-
ur andlega og líkamlega. Hér er heilbrigð æska við holt
starf, æska, sem finnur til sinnar eigin orku, og er metn-
aður í því að leysa 'sem best af hendi það verk, sem fyrir
liggur, hvort sem það’er rósavefnaður eða ræsting pen-
ingshúsa. Slíkar voru stúlkurnar í Helsingjagarði. — Eg
kom að hænsnahúsinu einn daginn. Þar eru tvær stúlkur
að þrifa til, og hænsnum er ekki sýnt um að ganga um hí-
býli sín. En stúlkurnar verða ekki neitt vandræðalegar við
að láta ókunnan mann sjá sig við þessa vinnu, og það þó
þær viti, að hér er um þá tegund ferðalanga að ræða, sem
snuðra eftir öllu, og skrifa hvert smáatriði bak við eyrað,
þótt þeir brosi mjúklega. Þær svara spurningum mínum
greiðlega, og andlitin ljóma af áhuga á búskapnum, þegar
þær sýna mér bestu varphænurnar og segja mér, hve
mörgum eggjum þær verpa. Mér er létt í skapi, þegar eg
geng frá þeim. Þessar stúlkur verða ótrauðar til starfa
heima í sveitinni sinni að lokinni skóladvöl. Þær eru lík-
legar til að geta skapað heimili í besta skilningi.