Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 26
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA mínu viti meginþættir: tunga, þjóð- ernisvitund, menning. Hvern þeirra mun eg síðan skýra nokkuð út af fyrir sig. En þess er rétt að' geta undir eins, að náið samhengi er á milli þeirra allra. Tungan er því aðeins verð þess, að rækt sé við hana lögð, ef hún er lykill og leið að sérstakri og verðmætri andlegri menningu, sem verður ekki aflað jafn vel án hennar. Hagnýtt gildi hennar í lífsbaráttunni er sama og ekki neitt. Þjóðernisvitundin getur ekki haldist við, nema hinar íslenzku ættir eigi sér sameiginlegan menn- ingararf, sem þær meta og virða. Svo mikils virði, sem sjálfur kyn- stofninn (race) kann að vera, þá er víst, að hann er ekki nema hráefni, sem getur mótast á margvíslegan hátt eftir umhverfi, lífsskoðun og menningu. Er ærið tækifæri til þess að athuga þetta í Ameríku. Og saga íslendinga frá upphafi sýnir það gjörla, að lífsstefna og hug- sjónir landnámsmanna annars veg- ar og landið og lífsskilyrðin hins vegar réðu meira um örlög og ein- kenni þjóðarinnar en kyn og kyn- blöndun. Það verður því menning- in, sem mest veltur á, þegar til úr- slitanna kemur. En nú skal eg víkja að því að athuga dálítið hina þrjá meginþætti íslenzkrar þjóð- rækni, sem að framan eru nefndir hvern fyrir sig. III. Það er augljóst mál af því, sem þegar er sagt, að ensk tunga hlýtur að verða höfuðmál, móðurmál, hinna íslenzku ætta í Vesturheimi, og er þegar orðin það að miklu leyti. Það er engin furða, þó að íslendingum heima fyrir og hinum eldri kyn- slóðum vestan hafs þyki sárt til þess að vita og hugsa. Tungan er svo nátengd þjóðerninu, að milli beggja verður víðast hvar ekki greint. Þjóð- ernisbarátta undirokaðra þjóða og þjóðabrota kemur venjulega eink- um fram sem barátta fyrir viðhaldi tungunnar, og um það eru iðulega háðar blóðugar styrjaldir eða seigt og langvinnt þóf, þótt án vopna sé. En um þetta efni er bezt að horfast í augu við staðreyndirnar, í stað þess að stinga nösum í feld sinn og þora ekki að sjá eða vilja ekki sjá það, sem óhjákvæmilegt er. En þó að staðreyndin sé ein og hin sama, má bregðast við henni með ýmsu móti. Sumir menn eru svo gerðir, að ef þeir telja sér ósigur vísan í einhverri baráttu, vilja þeir leggja niður vopnin þegar í stað eða jafn- vel hlaupa í lið með hinum tilvon- andi sigurvegara til þess að flýta fyrir úrslitunum og vera réttu megin að leikslokum. En engin afstaða getur verið fjær drengilegri sjálfs- virðingu, eins og hún hefir verið með öllum órotnum þjóðum og ekki sízt íslendingum. Þjóð vor hefir frá fornu fari samhliða öllum öðrum trúarskoðunum trúað á örlög, hörð og miskunnarlaus eins og landið, sem hún hefir byggt. En hún hefir líka trúað því, að þessum örlögum væru ein takmörk sett: Þau gætu ekki beygt öruggan mannsvilja. Sóminn var undir því kominn að berjast til þrautar, við hvaða ofur- efli sem var að etja, og bjarga svo manngildinu, dýrustu eigninni, þó að allt annað færi forgörðum. Þetta er sá kjarni goðsögunnar um Ragna- rök, sem vakið hefir aðdáun hinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.