Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 120
102
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
á Alþingi, vegna þess að fyrst verði beðið eftir ákvörðun dönsku stjórnar-
innar viðvíkjandi' samningsákvörðunum og skipun nefndarinnar.
Danska ríkisþingið skipaði nefnd, er taka skyldi hin íslenzku mál til
meðferðar, og meirihluti' hennar (6 meðlimir hægriflokkanna, (hægfara) 4
róttækir og 5 sósíal-demokratar) bar fram tillögu til Ríkisþingssamþyktar,
er hljóðaði þannig: “Jafnframt því sem Ríkisþingið felst á, að efnt verði
til samningsleitunar við ísland um samband þess við Danmörku, mælist það
til þess, að stjórnin gjöri nauðsynlegar ráðstafanir í því efni.” Minni-
hlutinn, 3 íhaldsmenn, vildu að samningum við ísland yrði frestað.
Á Alþingi var fullveldismálið tekið til meðferðar í sérstökum nefndum
í báðum deildum þingsins.
Ríkisþingið ákvað samkvæmt tillögu nefndarinnar, að samningarnir
við ísland skyldu hefjast með því, að dönsk samninganefnd yrði send til
Reykjavíkur. Hún var skipuð með konungsúrskurði og var formaður
hennar verzlunarráðherra C. Hage. Aðrir nefndarmenn voru þingmaður í
þjóðþinginu J. C. Christensen( fyrverandi' forsætisráðherra, formaður
dansk-íslenzku nefndarinnar frá 1908), ritstjóri F. J. Borgbjerg og próf.
dr. phil. E. Arup. Alþingi kaus til samningsgjörðanna við Dani bæjarfóget-
ann í Reykjavík, forseta Alþingis, Jóhannes Jóhannesson, og Alþingis-
mennina dósent Bjarna Jónsson frá Vogi, fyrverandi ráðherra próf. Einar
Arnórsson og skólastjóra Þorstein Jónsson.
Hvað hin alþjóðlegu sambönd fslands á tímabilinu fyrir viðurkenningu
fullveldisins snertir, verður að geta þess, að ísland frá lýðveldistímabilinu
hafði alltaf haldið fram rétti sínum til fullveldis. Við viss tækifæri heppn-
aðist íslandi líka, að fá stöðu sína sem sjálfstæður réttaraðili viðurkenda.
Þannig skipaði ísland árið 1909 Bjarna Jónsson frá Vogi viðskifta-
ráðunaut með umboði fyrir Skandinavíu, Þýzkaland og England. Jafn-
framt því að greiða fyrir verzlunarsamböndum átti ráðunauturinn sam-
kvæmt embættisbréfi hans að breiða út sem mesta þekkingu á íslandi í
ræðu og riti meðal almennings í öðrum löndum, verja land og þjóð gegn
árásum, tilkynna öll ummæli, er gætu orðið misskilin og bakað landinu
tjón og gjöra allt er í hans valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að óhróður
yrði borinn út um landið í útlöndum. — Svo fljótt sem hann gæti, átti hann
að senda stjórninni sérstaka skýrslu um allt, er hann hefði orðið vísari, sem
að einhverju leyti hefði þýðingu fyrir landið. Að minnsta kosti einu sinni
á mánuði skyldi hann senda stjórninni almenna greinargjörð fyrir starfsemi
sinni, en gjörði hann eitthvað er kæmi í mótsögn við það verk er honum var
ætlað með þessari fyrirskipun, eða gengi út fyrir þann verkahring er
honum væri ætlaður þar, þá mætti samstundis taka af honum stöðuna og
kalla hann heim.1)
1) Embættisbréfið er prentað í riti Bjarna Jónssonar frá Vogi, Om islandsk kunst og
jwlitik, Oslo 1910, bls. 29.