Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 115
ÞJÓÐRÉTTAKSTAÐA ÍSLANDS
97
Sumarið 1914 var haldið aukaþing vegna stjórnarskrárbreytingarinn-
ar. Skoðanirnar um sérfánann, er fenginn var með konungs úrskurði voru
mjög skiftar. Fánanefndin, er Alþingi setti, stakk upp á því í áliti sínu, að
ísland skuli “nota sér konungsúrskurðinn frá 22. nóv. 1913 um íslenzkan
fána, þareð þarmeð væri engu tapað en nokkuð unnið og réttur þjóðarinnar
til fullkomins íslenzks siglingafána skertist ekki.” Meiri hluti Alþingis
var samþykkur þessari uppástungu nefndarinnar.
Hvað breytingar íslenzku stjórnarskrárinnar snertir, staðfesti Al-
tingið hina fyrri samþykt sína um breytingu á fyrstu grein hinna ofan-
nefndu laga, að íslenzk mál skyldu vera lögð fyrir konung, “þar sem kon-
ungur ákveður.” Konungur hafði' í yfirlýsingu, meðundirritaðri af ráð-
herra íslands, lofað, að staðfesta breytingartillöguna, ef hún yrði sam-
Þykt óbreytt, en jafnframt lýst því yfir, að hann ætlaði einu sinni fyrir allt
að ákveða, að íslenzk mál skyldu borin upp í danska ríkisráðinu. Og kon-
ungur bætti við: “Á þessu getur engin breyting orðið, á meðan vér ekki
höfum staðfest lög um ríkisréttarsamband Danmerkur og íslands, sem sam-
Þykt eru bæði af Ríkisþingi og Alþingi.”
Ráðherra íslands Sig. Eggerz — Hafsteinn var farinn frá — lagði Al-
hingissamþyktina fyrir ríkisráðið í Kaupmannahöfn þ. 30. nóv. 1914. Þegar
staðfestingin átti fram að fara, lýsti ráðherrann því yfir að hann óskaði
að hún væri óbundin þeim skilyrðum, er konungur árið áður hafði ákveðið
við þáverandi íslands ráðherra. Hann gjörði grein fyrir afstöðu sinni með
tví, að vísa tii yfirlýsingar þeirrar er Alþingi hafði samþykt, jafnframt
stjórnarskrárfrumvarpinu. Hún var á þessa leið:
“Jafnframt því sem Alþingi endanlega samþykkir lög um breytingu á
stjórnarskrá íslands frá 5. janúar 1874 og stjórnarskrá frá 3. október
1903, ákveður það að lýsa því yfir, að svo framarlega sem úrskurður ríkis-
vaðsins 20. október 1913 sbr. konungurlegt opið bréf frá sama degi, skuli
skiljast þannig, að með því að sérmál íslands séu lögð fyrir konung í danska
Hkisráðinu séu þau lögð undir danskt löggjafarvald eða dönsk stjórnarvöld,
há getur Alþingi ekki viðurkent þvílíkann úrskurð sem bindandi fyrir
tsland, þareð það mundi stríða á móti viija þingsins 1913 og fyrr. Enn-
fremur ákveður Alþingið að lýsa því yfir, að það tilskilji sér, að sá kon-
ungsúrskurður, er tilkyntur var í hinu fyrnefnda opna bréfi, beri að skoð-
ast sem hver annar íslenzkur konungsúrskurður, sem konungur geti
^veytt á ábyrgð íslandsráðherra eins, án nokkurrar íhlutunar dansks lög-
Sjafarvalds eða danskra stjórnarvalda. Alþingi heldur því ákveðið við
huð, að það skuli framvegis eins og hingað til vera sérmál landsins, að
Jslenzk sérmál séu borin upp fyrir konungi í danska ríkisráðinu.”
Konungur benti á, að Alþingi hefði verið kunnugt um, með hverjum
yrirvara hann hafi lofað að lögfesta stjórnarskrárfrumvarpið, og ef Al-
-Pingi vildi' ekki láta staðfesta frumvarpið með þeim fyrirvara, þá hefði því