Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 30
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
in kostnað. En gildi nútímamálsins
fyrir lifandi skilning fornbókment-
anna hefi eg oft haft tækifæri til
bess að athuga, þegar hálærðir nor-
rænufræðingar hafa sótt ísland heim
í fyrsta sinn. Eftir nokkurra vikna
dvöl í hinu íslenzku-mælandi um-
hverfi hafa þeir játað, að andi og
eðli forntungunnar hefði opnast fyr-
ir þeim á alveg nýjan hátt.
Einni spurningu, sem margir les-
endur munu vilja spyrja, vil eg svara
hér að lokum: Er ekki íslenzka ákaf-
lega erfitt mál ? Það er hún að vissu
leyti. Annars væri líka minni tamn-
ing í að læra hana. Samt þekki eg
þess mörg dæmi, að erlendir stúdent-
ar, sem komið hafa hingað að vori til
með ofurlitla málfræðilega undir-
stöðu, hafa verið orðnir ágætlega
mælandi á íslenzku að haustinu, eftir
2—3 mánaða dvöl í sveit, og það
meira að segja Danir, sem hafa orð
fyrir að vera tornæmir á tungu
vora. Ekkert erlent mál kemur
fljúgandi upp í menn að fyrirhafn-
arlausu. Ef íslendingum í Vestur
heimi er alvara með að halda í þekk-
ingu tungunnar, þurfa þeir að koma
sér upp góðum námsbókum (mál-
fræði, lestrarbók, orðabók), sem
miðaðar eru við þarfir hinna yngri
kynslóða. Þeir þurfa að efla til
námsskeiða sem víðast þar sem
hópar íslendinga eiga heima. En ef
unglingarnir eru dálítið vanir við að
heyra íslenzku og málið er talað
við þá samhliða náminu, er það svo
gífurlegur léttir, að ekki verður
annað sagt en íslenzkan sé þeim
“auðsótt mál”, ef ekki skortir góðan
vilja og ofurlítinn kjark til áreynslu.
IV.
f einu handriti Landnámu stendur
þessi klausa sem niðurlagsorð:
“Það er margra manna mál, að
það sé óskyldur fróðleikur að rita
landnám. En vér þykjumst heldur
svara kunna útlendum mönnum, þá
er þeir bregða oss því að vér séum
komnir af þrælum eða illmennum,
ef vér vitum víst vorar kynferðir
sannar. Svo og þeim mönnum, er
vita vilja forn fræði eða rekja ætt-
artölur, að taka heldur að upphafi
til en höggvast í mitt mál, enda eru
svo allar vitrar þjóðir, að vita vilja
upphaf sinna landsbygða.”
Sá andi, sem kemur fram í þess-
um fornu orðum, hefir legið í landi
frá upphafi íslands byggðar til
vorra daga. Og vesturfararnir hafa
ekki farið varhluta af þessum þjóð-
ararfi. Almanak Ólafs S. Thorgeirs-
sonar og ýmis önnur rit og ritgerðir
sýna það berlega. Sjálfsagt vita
engir innflytjendur í Vesturheimi
jafngóð deili á ættum sínum og upp-
runa og íslendingar. Sumum kann
að virðast þetta hégómi. Og víst
getur blandast inn í það barnalegur
metnaður, ef menn halda, að þeir
séu af því einu meiri menn eða betri
en annað fólk, að þeir geta rakið
ættir sínar til Brunda-Bjálfa eða til
Bjarnar bunu, Grímssonar hersis úr
Sogni. Varla er til mikils að hampa
slíkum aðalsbréfum framan í enska.
Samt er metnaðurinn, “that last
infirmity of noble minds” (Milton) ,
í sjálfu sér ekki lítils virði, og þá
heldur ekki ættarmetnaður. Á hon-
um ber ekki minna í Ameríku en í
öðrum löndum, þó að þar sé ekki
arfgengur aðall, og hvergi hefi eg
fundið meiri rækt lagða við hann en