Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 45
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
27
1816—59 23 sinnum síðan ekki fyr
en eftir aldamót. Macbeth er leik-
inn 1817—60 33 sinnum, síðan ekki
fyr en undir aldamót. Rómeó og
Júlía 1828—52 22 sinnum, og aftur
í apríl 1874.
Merkilegt er að sjá vinsældir
hinna miklu sorgarleikja fram yfir
1860, eftir það dettur botninn úr
vinsældunum. Eg hefi hér nefnt að-
eins þá leiki,sem þeir Steingrímur
Thorsteinsson og Matthías Joch-
umsson þýddu, af þeim er það
Othello einn, sem ekki mun hafa
verið sýndur á dögum Steingríms í
Khöfn.
II.
Hvenær kyntust íslendingar fyrst
Shakespeare? Þeirri spurningu er
ekki auðsvarað, meðan handrita-
söfn frá 18. öld liggja óútgefin og
óunnin. Ef 17. og 18. öldin hefðu
verið rannsakaðar af eins mikilli
natni og siðskiftaöldin í Mönnum og
mentum Páls E. ólasonar, væri ekki
ólíklegt að nafn Shakespeares hefði
einhversstaðar komið upp úr kafinu.
Hvergi bólar þó á nafni hans í
Mönnum og mentum, og það þó sam-
göngur væru milli landanna á dögum
Shakespeares, eins og orð hans um
íslenzku hundana (í Henry V. Act.
H. sc. 1.) sýna.
Raunar er ekki að búast við neinni
hekkingu á Shakespeare meðal ís-
lenzkra mentamanna, fyr en hann
fer að vekja athygli í Danmörku,
hað þarf því ekki að undra þótt
Hggert ólafsson (1726—68) geti
hans hvergi: Eggert fékk mentun
sína mest fyrir miðja 18. öld. Hannes
hiskup Finnsson var lengur í Höfn
(1755—67, 1770—77); hann hefir
hlotið að lesa eitthvað af því, sem
um Shakespeare var þá skrifað í
Danmörku, en hann hefir ekki sint
því. Hitt er meira, að Jón Þorláks-
son, sem þýðir Milton og Pope, skuli
ekki sýna þess nein merki, að hann
þekki Shakespeare. Og það er enn
fremur að fara í geitarhús að leita
ullar, að svipast um eftir Shake-
speare hjá þeim félögum Geir bisk-
upi Vídalín (1762—1823 og Sigurði
Péturssyni (1759—1827) sem telj-
ast jnega feður leikritaskáldskapar
á íslandi. Þessi þögn um Shake-
speare á síðari hluta 18. aldar verð-
ur að skrifast á reikning upplýsing-
arstefnunnar, sem ekki mat skáldið
að verðleikum. Þeir Geir og einkum
Sigurður voru mjög undir áhrifum
Holbergs; en meðal bóka Hannesar
Finnssonar og í bókasafni; Suður-
amtsins um 1800 eru bækur eftir
Milton, Pope, Defoe og Richardson
(Pamela), en enginn Shakespeare.*
Fyrsta íslenzkt skáld sem mér er
kunnugt að lesið hafi Shakespeaie
og metið hann mikils er Bjarni Thor-
arensen, árgali rómantísku stefn-
unnar á fslandi. Hann var í Höfn
á árunum 1802—11, þegar þýðingai
Försoms voru að byrja að koma^ út.
Grímur Thomsen segir frá því (í
Gæa), að hann hafi haft gaman af
að ræða um skáldskap, einkum
Eddukvæði, Shakespeare, Oehlens-
chlager, og Schiller (sem báðir
höfðu þýtt Shakespeare). Auk þess
hefir hann tvisvar 1 bréfum sínum
notað fleyg orð úr Hamlet 10. sept.
1817: “There is something rotten
in the state of the Southern Amt”
og 20. okt. 1836: “to be or not to be.”
* Vilhjálmur Þ. Gíslason, Islenzk end-
urreisn, Rvik. 1923, bls. 99 100.