Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 64
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
rik Ibsens, Björnstjerne Björnsons
og Sören Kirkegaards, þó eigi verði
þau hér talin. Hefir hann með þýð-
'ingum þessum, unnið bókmenntum
Norðurlanda mikla gagnsemd, fært
út landnám þeirra, Eru þá ótalin
ritverk dr. Hollander um bókmennt-
ir vorar og forn fræði, en þau eru
þýðingar hans af leikriti Indriða
Einarssonar: Sverð og bagall, Sæ-
mundar-Eddu og öðrum norrænum
fornkvæðum; er þar um víðtækt og
vandamikið bókmennta- og fræði-
starf að ræða, og verðskulda þýðing-
ar þessar því, að íslenzkir lesendur
viti nokkur frekari deili á þeim
Auk ofantaldra þýðinga hefir pró-
fessor Hollander ritað fjölda rit-
gerða og ritdóma um bókmenntir
Norðurlanda og norræn efni í merk
amerísk tímarit, einkum þau, sem
um málfræðileg efni fjalla og bók-
menntasöguleg, og í þesskonar rit á
Norðurlöndum. Einnig hefir hann,
utan kennslustunda, flutt fyrirlestra
um bókmenntir Norðurlanda. Hann
hefir ennfremur tekið mikinn þátt
í störfum Norræna Fræðafélagsins
Ameríska (The Society for the Ad-
vancement of Scandinavian Study),
sem nú á meira en aldarfjórðung að
baki.
II.
Að því er íslenzkar bókmenntir
snertir, hefir dr. Hollander einkum
fengist við rannsókn fornbókmennta
vorra, þýðingar og túlkun á þeim.
Samt hefir hann eigi (eins og er-
lendum fræðimönnum, ekki sízt í
Norðurálfu, hefir löngum hætt til)
gengið fram hjá hinum nýrri bók-
menntum þjóðar vorrar. Þannig
varð hann fyrstur manna til að
þýða íslenzkt leikrit á enska tungu,
hinn sögulega sjónleik Indriða Ein-
arssonar frá Sturlungaöldinni: —
Sverð og bagall; og kom þýðingin
(Sword and Crozier) út í hinu víð-
kunna ameríska bókmennta-tíma-
riti Poet Lore í Boston árið 1912
(bls. 225—283).
Hefi eg borið hana saman við
frumritið, og fæ ekki betur séð, en
að hún sé mjög vel af hendi leyst;
hún þræðir yfirleitt frumritið ná-
kvæmlega að hugsun og orðfæri, svo
að sjálfur málblærnin helzt að eigi
litlu leyti; á stöku stað virðist mér
þó orðalagið fyrnt fullmikið; enda
hallast þýðandinn mjög á þá sveif,
og stundum langt um meir en góðu
hófi gegnir, eins og síðar mun bennt
á í sambandi við þýðingar hans af
fornkvæðum vorum. Þung í vöfun-
um þykir mér einnig þýðingin á
kvæði Hafurs (í 5. þætti leiksins)
og um sumt hvað allfjarri frum-
kvæðinu. Þetta eru þó smáaðfinnsl-
ur við vel unnið verk, sem þýðandinn
hefir bersýnilega lagt mikla alúð
við.
Þýðingunni fylgir all-ítarleg og
vel samin ritgerð eftir dr. Hollander
um Indriða Einarsson og umrætt
leikrit hans (bls. 284—289). Les-
endum til skilningsauka dregur höf-
undur, í þessari ritgerð sinni, saman
efni leiksins og gagnrýnir hann frá
sjónarmiði bókmennta og leikrita-
gerðar. Er mat hans á leiknum í
heild sinni mjög sanngjarnt og túlk-
un hans á. honum um margt hin
skarpskyggnasta. Réttilega hrós-
ar hann t. d. Indriða fyrir það, hve
vel hann hafi lifað sig inn í anda