Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 104
86
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hann lagði einnig áherzlu á, að ákvæði nefndarfrumvarpsins hefðu
verið samþykt með þeim skilmála, að engar breytingar væri gerðar á þeim
hvorki á Alþingi né á Ríkisþingi, heldur að í stað breytinga yrðu nýir
samningar um alveg nýjan sáttmála að vera gjörðir, áreiðanlega með miklu
lakari aðstöðu. “Þeir sem minnast á breytingar á frumvarpinu, geta ekki
verið blindir fyrir þeirri staðreynd, að þeir þar með mæla með því, að sá
samníngur, er dansk-íslenzka nefndin hefir samþykt, sé feldur sem heild.”D
Knud Berlin var lögfræðilegur ráðgjafi og ritari danska nefndarhlut-
ans og lýsti hér áreiðanlega hinni almennu skoðun í Danmörku. Það var
því enginn möguleiki til sátta. Hefði frumvarpið verið samþykt óbreytt,
þá hefði það, í staðinn fyrir að binda enda á deiluna, aðeins orðið efni til
nýrrar baráttu um íslenzkt fullveldi eða ekki-fullveldi.
Eg sneri mér til tveggja mikilsmetinna ríkisréttarfræðinga í Svíþjóð
og bað þá um álit sitt, ekki til birtingar að svo stöddu, heldur aðeins til að
fá að vita skoðun nokkurra sænskra vísindalegra sérfræðinga. Hér eru
svör þeirra, í fyrsta sinni birt, sökum þess að þau höfðu síðar óbeinlínis
áhrif á gang íslenzkra mála.
Prófessor Dr. Rudolf Kjellen skrifar á þessa leið: “Mér er það alveg
ljóst, að ísland, verður hafið upp úr stöðu undir-ríkis og gjört að jafnréttis-
ríki við hliðina á Danmörku, ef það frumvarp, er hér liggur fyrir, verður
samþykt. Breytingin myndi hafa alveg sömu verkanir fyrir íslands eins
og Mosssamningurinn og Nóvemberstjórnarskráin, sem á honum bygðist,
hafði fyrir Noreg. Það myndi gefa íslandi sjálfstæða tilveru sem ríki. Allt
sem það gjörir framvegis innan sambandsins við Danmörku, yrði, réttarlega
séð, að álítast gjört af frjálsum vilja, og öll þau forréttindi, sem sam-
bandslögin gæfu Danmörku í meðferð hinna sameiginlegu málefna, bæri
lögfræðilega — í samræmi við stjórn Svíþjóðar á hinni norsku utanríkis-
pólitík — eða Prússlands á Waldeck — að skoða sem látin í té af frjálsum
vilja hins aðiljans.
Aftur á móti sé þessi frjálsi vilji gjöf Danmerkur til íslands, er ekki
hægt að kalla ísland fullvalda eftir breytinguna. Ef sambandið leystist
upp, þá myndi ísland með því falla undir Danmörku. í sambandinu yrði
það ófullvalda ríki, sem með samningi er bundið fullvalda ríki. Fullvalda
getur ísland aðeins orðið með viðurkenningu af hálfu annara ríkja í ríkja-
sambandinu og með upptöku í samfélag við það. Mér virðist þó að þessar
aðgreiningar ríkisréttarins myndu ekki hafa neina virkilega þýðingu í
þessu efni. Það er alltof hætt við að þær yrði að ófrjósömu grufli — bar-
áttu um orðin tóm.”2)
Prófessor Dr. S. J. Boethius skrifar á þessa leið: “Eitt virðist mér
ljóst: nefnilega að staða íslands sem sérstaks ríkis sé nú trygð. í samræmi
við Jellinek virðist mér eiginleikar ríkis vera fólgnir í því, að þjóðfélagið
hafi hið upprunalega æðsta-vald, þ. e. geti af sjálfsdáðum skipulagt sig sem
1) Acta Isl. Lundb., A, hluti 4, bls. 34.
2)Acta Isl. Lundb., 8, 1908, 22. sept., Kjellen.