Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 83
Eftir J. Magnús Bjarnason
Haustið 1902 fékk eg með pósti
ljósmynd af ungum manni, og fylgdi
henni ekkert bréf. En á bakið á
myndinni höfðu verið skrifuð nokk-
ur vísuorð, og voru tvö þau síðustu
Þessi:
“Mig' langaði að fljúga svo langt og
svo liátt
I ljósa og sólheiða dagiinn.”
Og undir þau var skrifað: Eyjólfur
Sigurjón Guðmundsson. Myndin
hafði verið sett á póstinn á Moun-
tain, N. Dakota, ef eg man rétt. Eg
hafði aldrei heyrt þessa unga manns
getið, og spurði eg ýmsa um hann,
en hann var þeim öllum ókunnugur.
Eg bjóst endilega við því, að bréf
ksemi frá honum þá og þegar; en svo
leið veturinn, að eg fékk ekkert bréf
fhá honum, og þótti mér það nokkuð
hynlegt.
En svo var það einn fagran morg-
un um haustið 1904, að ungur mað-
ur kom þangað, sem eg átti heima
(eg var þá í N. Dakota), og heils-
&ði hann mér mjög alúðlega og glað-
(ega og spurði mig, hvort eg þekti
sig ekki. Eg virti hann fyrir mér
Urn stund, og mér fanst að eg hafa
einhverntíma áður séð hann, en gat
hó ekki komið því fyrir mig, hvar
hað hefði verið. “Eg hefi áður heim-
sótt þig — á mynd,” sagði hann
brosandi og lagði áherzlu á síðasta
°rðið; “eg heiti Eyjólfur Sigurjón
°g er Guðmundsson.” Og nú kann-
nðist eg við manninn, varð glaður
við og bauð hann marg-velkominn.
En því miður mátti hann ekki tefja
hjá mér, nema hálfan daginn; hann
var á hraðri ferð, og átti heima í
EYJÓLFUR S. GUÐMUNDSSON
Pine Valley í Manitoba hjá móður
sinni og stjúpa (Maríu Jónsdóttur og
Magnúsi Jónssyni).
Eg gleymi því aldrei, hve innilega
vænt mér þótti um það, að þessi góð-
legi og gáfaði ungi maður heimsótti
mig. Mér varð undir eins hlýtt til
hans og fann, að eg átti þar einlægan
vin. Eg man nú ekki, um hvað helzt
við töluðum saman þenna stutta
tíma, sem hann dvaldi hjá mér, en eg
man, að mér þótti sú stund skemti-
leg. Og að skilnaði gaf hann mér
eintak af tímaritinu Poet Lore, því
heftinu, sem þá var nýlega út komið,
og var í því fyrri hluti hinnar ágætu