Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 73
ÆSKU ENDURMINNINGAR
55
létu stöku bændur vinnumenn sína,
ef þeir voru ekki við sjó, skera með
torfljá ofan af nokkrum þúfnakoll-
um í karga þýfi, til að fá svolítinn
flatan blett til að geta þurkað töðuna
á. Miðdagskaffi fékk fólk um há-
degisbilið, en miðdagsmat fékk þaö
ekki, á meðan stuttur var dagur,
fyrr en búið var að kveikja á kveldin.
Miðdagsmatur var nokkuð góður
hjá öllum sem einhver efni höfðu.
Það var regla hjá mörgum að hafa
kjötsúpu tvo daga í viku, á sunnu-
úögum og miðvikudögum. Karlmað-
urinn fékk tvo spaðbita, sem kallað
var, það voru smá stykki sem kjötið
var brytjað niður í, áður en það var
saltað á haustin og var kallað spað.
Svo fékk karlmaðurinn líka væna
blóðmörs sneið. Súpan var þykk og
góð. Kvenmaðurin fékk einn væn-
an spaðbita og minni blóðmörs sneið.
Svo fór allt minkandi eftir því sem
uiagarnir voru smærri sem áttu að
fá það. Húsmóðirin skamtaði ætíð
niatinn, eða þá ráðskona sem stjórn-
aði búinu innanhúss, ef húsmóðir
var engin. Það var víða sá siður að
elda súpuna svo mikla að hún dygði
í kveldskattinn líka; var hún þá oft-
ast skömtuð köld á kveldin til þess
ekki þyrfti að kveikja upp eld. Allir
höfðu sinn eigin spón og vasahníf til
að borða matin með. Hver sat á sínu
rúmi með askin á milli hnjánna og
ef tveir sváfu í sama rúmi sem oft-
ast var, sátu báðir á rúminu. Aðra
tvo daga vikunnar var harðfiskur og
h'til flatkaka á stærð við lítinn disk
tyrir karlmanninn og svo feitmeti
með. Kvenfólk fékk minna af fiski
°g hálfa köku, og unglingar minna
ettir aldri. Tvo daga vikunnar voru
aunir með tólg í, og þá einn daginn
einhver sort af saltfiski og þá kar-
töflur með, hjá þeim sem höfðu
garða. Drykkjarblanda var höfð í
baðstofunni á kveldin, til að drekka
ef fólk þyrsti eftir þenna þurra
mat. Mjólk eða mjölmjólk var
skömtuð í kveldskattinn, nema súpu-
dagana, hjá þeim sem mjólk höfðu
eða þá grautargutl. Kveldskattur
var étinn eftir vöku, rétt áður en
fólk fór að hátta.
Eg verð að taka það fram að þessi
matarlýsing var hjá reglu fólki sem
höfðu nokkur efni. Eg hefi þó mest
farið eftir heimilis sið foreldra
minna, því það þekti eg bezt. En eg
heyrði fólk segja að þetta væri al-
gengur siður hjá öllum sem gætu.
Þeir fátækustu urðu að sníða sinn
stakk eftir vexti.
Alltaf var mikið haldið upp á há-
tíðirnar þó mest upp á jólin. Þau
voru kölluð hátíð hátíðanna. Að-
fangadagskveld, eða nóttina helgu,
sem kallað var mátti engin gera
neitt og ekki spila, því það var álit-
ið vanhelgun á hátíðinni. Það var
álitið að hátíðin byrjaði á dagsetri.
Þá áttu allir að vera búnir með sitt
dagsverk, og þá gaf húsmóðirin öll-
um jólakertið. Þá var vanalega góð
kjötsúpa í miðdagsmat. Þegar fólk
var búið að pússa sig upp og éta
matin, var vanalega farið að lesa
lesturinn sem átti við þetta kveld, í
Vídalíns postillu. Eftir lesturinn
fór hver á sitt rúm. Sumir kveiktu
á kertum sínum og fóru að lesa í
einhverjum guðsorða bókum, aðrir
lögðu sig upp í rúm sín og eyddu
svona kveldinu.
Á jóladags morgun var allt komið
á flugferð, löngu fyrir dag, því nú
var verið að hugsa um að sem flestir