Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 57
DRAUMUR
39
ins. — “Og gullinn strengur gígju
veldur hljóði, og glitrar títt um
eilíft sumarkvöld — þar roðnar
aldrei sverð af banablóði--------
“Og harpan skelfur hátt í andans
geimi, af höndum veikum snert um
dimma tíð---------” Og söngvarinn
hélt áfram með hlýjum hreinum
litauðugum tónum — “Eg kný þig
enn þá, gígjan mín til gleði-----”
vísan sungin til enda og svo varð
þögn, þessi tómláta þögn, þegar
menn langar til að hlusta lengur og
heyra meira.------
Nú var söngfólkið sjálfsagt að
fara því hún heyrði samtal og um-
gang uppi — nei, aftur var byrjað
að leika á píanóið og inngangs tón-
arnir af Længsel eftir H. Kerulf
hljómuðu þýtt og sönglega, tenór-
inn greip inn í lagið og söng nú vís-
ur Jónasar Hallgrímssonar “Eg uni
mér ekki út í Máney”. Söng þær
nieð öllu því þunglyndi og óyndi, er
hýr á laginu og vísunum. Ragn-
hildur hlustaði og það var ekki frítt
við að hún hefði kökk í hálsinum.
Nú heyrði hún að fólkið gekk fram
gólfið með glaðværu samtali, fór
niður stigann og skelti hurðinni í
lás.
Nú voru allir farnir og hún vay
°i'ðin ein eftir, og þó ekki ein, söng-
ui'inn og kvæðin voru á sveimi um-
hverfis hana. Þarna var ef til vill
draumurinn síðastliðna nótt að ræt-
ast. Núna þessa stundina höfðu
henni borist til eyrna hljómar, sem
sendu huga hennar um undra geima.
^ænin ort af skáldinu og vitmann-
hium mikla, sem heitast bað fyrir
^slenzkri æsku með áhrifum sínum
ug lífsstarfi á ofanverðri 19. öld-
inni. Þjóðlagið, söngvar og kvæði,
sem lifðu í hugum fólksins og hver
kynslóðin kendi annari. — Róman-
tíski ljóminn og flugið í Gröndal —
og Jónas, sem æfinlega kvað “allri
rödd fegra.” —
Draumar eru stundum fyrir dag-
látum — “Eg uni mér ekki út í
Máney” — lengi hafði óyndið þjáð
Ragnhildi fyrstu árin hér vestra —
og bringubrotin, með þunga sorg í
hjarta hafði hún komið hingað.
hingað í þessa kirkju, fyrir mörgum,
mörgum árum, einmana og harm-
þrungin. Hér hafði hún grætt kjark
og þrótt til að ganga upprétt með
glöðu bragði. Hér hafði sál hennar
þroskast og hún lært að verða trú-
uð kona, hér hafði hún vanist björtu
og hlýju andlegu víðsýni. f ein-
stæðingsskap og heimilisleysi hafði
hún fundið heimili hér — því litla
svefnstofan, sem hún leigði, gat tæp-
lega kallast heimili, og alla daga
dvaldi hún á annara heimilum við
saumaskap. En hér gat hún unnið
á annan hátt, og sú starfslöngun
hennar fengið að njóta sín.
Og Ragnhildur gamla hagrædd;
sér í stólnum, brosti með sjálfri sér
og horfði fram yfir salinn. Hér sat
hún ein í öndvegi, og henni flugu í
hug hendingar úr gömlu tröllasög-
unni “Brúður er á bekk sett —
breiddir eru dúkar, full eru ölker svo
flóir út af . . .” Hana langaði, að
nú hröðuðu hingað ferð sinni, ekki
tröll, heldur horfnir vinir og vanda-
menn, kannske væru þeir hér líka alt
í kringum hana að fagna sumrinu.
Hún unni, og trúði næstum, íslenzku
þjóðsögunni um, að svo væri lífs-
magnið mikið á sumardaginn fyrsta,
að þeir dauðu fengju þann dag að
líta upp úr gröfum sínum, til að