Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 124

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 124
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA 106 Á hinum sameiginlegu fundum var fundarstjóri til skiftis Dani og ís- lendingur. — Þetta var ytri sönnun fyrir jafnrétti fslands og Danmerkur. Árið 1908 hafði danskur maður alla fundarstjórn. í byrjun samninganna1) lýsti íslenzka nefndin skoðun sinni svo: “Vér undirritaðir, sem Alþingi hefir kosið til þess að ræða um skipun á sambandi milli íslands og Danmerkur, við danska fulltrúa fyrir hönd Danmerkur, leyfum oss hér með að gjöra grein fyrir því í stuttu máli, hver sé sá grund- völlur, er Alþingi og íslenzka þjóðin vill byggja á samninga um samband fslands og Danmerkur. Vér lítum svo á, að ísland sé að lögum (de jure) aðeins í sambandr við Danmörku um konunginn, og að hann sé einvaldur um öll mál landsins, þau er stjórnskipunarlög vor, stjórnarskrá 5. jan. 1874, stjórnskipunarlög nr. 16, 3. okt. 1903 og nr. 12, 19. júní 1915 taka eigi yfir. Þessi skoðun vor á réttarsambandi landanna mun vera svo kunn, hinum háttv. dönsku fulltrúum, að óþarft mun að fara fleiri orðum um það efni. íslenzka þjóðin hefir ein allra germanskra þjóða varðveitt hina fornu tungu, er um öll Norðurlönd gekk fyrir 900—1000 árum, svo lítið breytta, að hver íslenzkur maður skilur enn í dag og getur hagnýtt sér til hlítar bókmentafjársjóði hinnar fornu menningar vorrar og annara Norðurlanda' þjóða. Með tungunni hefir sérstakt þjóðerni, sérstakir siðir og sérstök menning varðveizt. Og með tungunni hefir einnig meðvitundin um sér- stöðu landsins gagnvart frændþjóðum vorum ávalt lifað með þjóðinni. Þessi atriði, sérstök tungu og sérstök menning, teljum vér skapa oss sögu- legan og eðlilegan rétt til fullkomins sjálfstæðis. Framfarir þær, er íslenzka þjóðin hefir tekið á síðustu áratugum bæði í verklegum og andleg- um efnum, hafa og stórum aukið sjálfstæðisþörf hennar og þá jafnframt eðlilega eflt sjálfstæðisþrá hennar, og hún er sannfærð um það, að full- komið sjálfstæði er nauðsynlegt skilyrði til þess, að hún fái náð því tak- mai’ki í verklegum og andlegum efnum, sem hún nú keppir að. Þar sem vér verðum að telja það fullvíst, að íslenzka þjóðin telji sig l)Frá Islendinga hálfu var útbýtt í byrjun samningafundanna þá nýútkomnu riti minu “Zvei umstrittene Staatensbildungen” Berlin 1918. Það fjallaði um hið ófullvalda ríki Króatíu og þar að auki fór það nákvæmlega út í réttarstöðu Islands. Samkvæmt bréfi til mín frá próf. dr. Franz v. Liszt, (Acta Isl. Lundb., B, 1918, 30. júlí, v. Liszt) félst hann á mína skoðun um að Island væri fullvalda ríki. Hann hafði þegar, eftir að rit mitt um Island var komið út í Berlín 1908 í 10. útgáfu rits síns “Völkerrecht” fallist á skoðun mína, að Island væri í persónusambandi við Danmörku. 1 nákvæmri ritgjörð í málgagni hinna sænsku stjórnarvalda “Post-och Inrikestidningar”, félst höfundurinn á skoðun mína um Island sem sjálfstætt riki, en leit á Danmörk og Island sem ríkja- samband. Hann sagði: “Fyrir nokkrum dögum fór dönsk sendinefnd til Reykjavíkur til þess að semja við Island. Svíar bera mikið vinarþel bæði til Danmerkur og Islands, og það væri bezt fyrir samúðartilfinningu Norðurlanda, ef góður samnángur næðist milli landanna, og eins og höfundur ofannefnds rits segir, að hin óútkljáðu deilumál milli þeirra yrðu leyst.” (Acta Isl. Lundb., A, hluti 21, bls. 19).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.