Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 36
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sköpuðust nýjar klassiskar bók-
mentir, sem náðu hámarki sínu í
Píslarsögu Jóns Magnússonar, Pass-
íusálmunum og Vídalínspostillu. —
Samhenglið í bókmentunum Varð
skilyrði íslenzkrar fornfræði, sem
jók þessari smáþjóð virðingu er-
lendis, það varð skilyrði vilja til
endurreisnar, trúmennsku við for-
tíðina og ábyrgðartilfinningar
gagnvart niðjunum. Þó að þjóðin
í hörmungum sínum hefði viljað
gleyma sjálfri sér, gefast upp, gat
hún það ekki vegna þessarar arf-
leifðar. Hún gat ekki gleymt því,
að hún hafði einu sinni verið sjálf-
stæð, hún hélt uppi Alþingi hinu
forna, að minnsta kosti að nafninu,
missti aldrei meðvitundina um göm-
ul landsréttindi og skylduna að gæta
þeirra eftir megni.
Samhengið í íslenzkri menningu
náði ekki aðeins frá öJd til aldar,
heldur líka frá stétt til stéttar, að
svo miklu leyti sem um stéttir var
unnt að ræða. íslenzk alþýðumenn-
ing á sér eldgamlar rætur, allt aftur
í víkingaöld, í hinni fornu stjórnar-
skipun, í hinu nána samlífi hús-
bænda og hjúa á heimilunum, í
hringrás ættanna, í mati og metnaði
einstaklinganna, og ekki sízt í bók-
mentunum, sem voru við allra hæfi,
svo að hið bezta var oft um leið
hið alþýðlegasta og bókmentamálið
og daglega málið eitt og hið sama.
Án hluttöku alls almennings hefði
íslenzk menning síðari alda verið
óhugansleg í fámenninu. Þó að al-
þýðan hefði varla til hnífs og skeið-
ar, neitaði hún að hugsa einungis
um munn og maga, að láta “stritið
smækka sig”. Hún færði sér ekki
einungis bókmentirnar í nyt, heldur
lagði drjúgan skerf til þeirra. Stór-
brotnasti fulltrúi þessarar menning-
ar er Stephan G. Stephansson, og
verk hans eru óþrjótandi heimild um
eðli hennar og þá lífsskoðun, sem
hún er reist á.
Sjálfstæðisbarátta íslendinga og
efnaleg viðreisn á 19. og 20. öld er
mesta sameiginlega átakið í sögu
þeirra. Það er barátta, sem háð
hefir verið án styrjalda, og verald-
arsagan getur hennar ekki. Á mæli-
kvarða talnanna er hún smávægi-
leg, jafnvel brosleg. Hvað vildi
þjóð, sem var einar 50,000 sálir fara
að krefjast sjálfstæðis, þjóð, sem
var 90,000, fullveldis? En það er
oft skammt á milli þess broslega og
þess háleita, hins óskynsamlega og
hins mikilfenglega. Hefir frelsis-
barátta stærri þjóða eða stórpólitík
stórveldanna hlutfallslega kallað
fram fleiri ágætismenn eða borið
heillavænlegri ávexti? í þessari
baráttu hafa íslendingar átt eins
mikið í húfi og nokkur þjóð getur
átt, ekki einungis hið ytra frelsi til
þess að skipa málum sínum á þann
hátt, sem þeir einir hlutu að kunna
bezt, ekki einungis efnalega vel-
megun og viðunandi lífskjör, heldur
líka virðinguna fyrir sjálfum sér,
andlega heilbrigði sína, sem krafðist
uppreisnar fyrir áþján og niðurlæg-
ingu undanfarinna alda. f þessa
baráttu hefir þjóðin lagt fram allt
það, sem hún átti bezt, trúmennsku
við forna arfleifð, traust á framtíð-
ina, ást á sögu og landi, stórhug,
þrautseigju og vitsmuni leiðtog-
anna, fylgi almennings við þá, sem
settu markið hæst. Þó að sigur
hennar hverfi í skuggann í verald-
arsögunni, af því að smá og af-