Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 84
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ritgerðar Vilhjálms Stefánssonar
um íslenzkar bókmentir.
Þetta var í eina skiftið á æfinni
sem eg sá Eyjólf S. Guðmundsson.
Hann fór heim til Piney fáum dög-
um síðar, og árið eftir fluttist eg á
ný til Manitoba. En eftir þetta skrif-
aði hann mér jafnt og þétt, bæði
löng og skemtileg bréf, allt fram á
síðustu stund. Eg fór víða, og árin
liðu, og alltaf stöðugt komu hin góðu
og vinsamlegu bréf hans til mín.
Fyrstu árin skrifaði hann mér að
jafnaði 4 til 6 bréf á ári. En eftir
að hann fluttist vestur á Kyrrahafs-
strönd (til Tacoma, Wash.) 1910,
urðu bréfin hans tíðari; og eftir
1922 fékk eg frá 15 til 20 bréf á ári
frá honum.
Þótt eg sæi Eyjólf aðeins einu
sinni, og það í svip, þá finst mér nú,
að eg hafi fáum mönnum kynst öllu
nánar en honum, og er það vegna
bréfanna hans. Við höfðum skrif-
ast á í rúm 33 ár. Og bréfin hans
eru merkileg. í fyrstu, var aðal-
efnið í þeim um bókmentir, einkum
hin yngri íslenzku skáld. Hann
hugsaði mikið um skáldskap um
þær mundir, og hann hafði ort all-
mörg kvæði á árunum 1894 til 1903,
og kallaði hann þau kvæði: “Milli
dúranna”. En smátt og smátt fór
innihald bréfanna að verða um ýms
önnur málefni. Hann var alltaf mik-
ill dýravinur og blómavinur, og
hann fór að skrifa dýrasögur, þegar
hann var um fimtugt, og mintist
hann þá oft á þær sögur í bréfum
sínum til mín. “Eg hefi einlægt átt
vini meðal húsdýranna frá því fyrst
að eg man eftir mér,” segir hann í
bréfi, sem hann skrifaði þann 9. apr.
1922. “Þegar eg fór austur fyrir
fimm árum síðan, þá þekti mig
hundurinn, sem eg átti, þegar eg fór
að austan, og voru þó liðin sjö ár
frá því, er eg fór að heiman, og
seppi var aðeins 6 mánaða, er eg
fór.” Hann mintist oft á þessa
tryggu vini sína: hesta og hunda og
ýmsa fugla, eins og til dæmis, rauð-
brystings-hjónin gæfu, sem áttu sér
hreiður í garðinum hans ár eftir ár
og hændust svo að honum, að þau
næstum væfluðust fyrir honum, þeg-
ar hann var að vinna í garðinum;
og þá mintist hann líka á svöluna,
sem hann skrifaði um eina af falleg-
ustu smásögum sínum. Hann orti
fögur kvæði til sólskríkjunnar, og
svölunnar og margra annara fugla.
Hann segir við vorfuglinn:
“Mér finst eg heyri ’inn sama söng,
Er söngstu fyr á dögum;
Þá voru ei dægrin dimm né löng,
Né dottað undir lögum.
Og næsta vor eg veit, oss hjá
Að viltu syngja betur;
En ef þú oss ei flýðir frá,
Þá flýði burtu vetur.”
Og um snjótitlinginn kveður hann
þetta:
“Hann kom til mín áðan svo kátur í lund
Og kvakaði’ um sólina heiða;
Það veitti mér inndæla ánægju-stund
I afdrepi hrimþaktra meiða.
“En loks kemur sumar og sanna þá má,
Hann söngfugla annara’ er jafni;
Hann verður vort einasta uppáhald þá
Með öðru og fegurra nafni.”
í bréfum sínum mintist hann oft
á það, sem hann las, og hann las
mikið af góðum skáldritum og fræði-
bókum. Hann sagði mér frá blóm-
unum og matjurtunum, sem, hann