Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 51
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
33
Það mun nú ekki ofmælt að Matt-
hías, þegar bezt lét, hafði þennan
anda í vestisvasanum, og að öðrum
hafi fundist það má yfirleitt á því
marka, að menn skyldu fást til að
leggja fé til að prenta leikritin. Og
þegar Macbeth kom út 1874 var þýð-
ingunni hælt af J(ónasi) J(ónas-
syni) í Þjóðólfi (18. og 30. maí
1874). Eg hefi ekki séð ritdóma um
Hamlet 1878. En Othello 1882 átti
eftir að verða persóna í nýjum
harmleik fyrir Matthías, harmleik,
sem þó snerist upp í “komedíu”
áður en lauk. Til þess lágu orsakir
hær er nú skal greina. Eiríki Mag-
nússyni, sem var gamall vinur Matt-
híasar, var í nöp við skáldið síðan
1874, að honum þótti sem Matthías
hefði brugðist í fylgi sínu við Jón
Sigurðsson. f öðru lagi var Eiríki
^einilla við forseta Bókm§ntafélags-
lns, Magnús Stephensen, og voru
hær væringar bæði fornar og nýjar
(át af hallærisbjörginni 1882). f
l’i'iðja lagi var Eiríkur innilega ó-
sammála aðferð Matthíasar, að
reyna heldur að halda anda, en orð-
Uln frumritsins. Eiríkur krafðist
þess eigi aðeins að rétt væri þýtt,
heldur líkt helzt orðrétt. í ákafan-
Urn fanst honum lítið gott um þýð-
inguna að segja, nema það, “að inn-
nn um hana finnast heppnar glepsur
hér og þar.” Telur hann, að Matt-
hías hefði mátt læra meira af “snild-
arbýðingu” Steingríms á Lear kon-
Ungi. Svo kemur villudálkurinn, og
yi'kir Eiríkur upp hina rangþýddu
staði. Margar af villunum stafa
frá hinni sænsku þýðingu Hagbergs,
er> einnig þar fyrir utan fann Eirjk-
Ul niarga staði, er honum þótti los-
aralega þýddir. Þessi dómur: “Oth-
ello Matthíasar” kom í Þjóðólfi 15.
og 22. desember 1883. Matthías
svaraði í sama blaði (2. febr. 1884)
og taldi Othello einna fullkomnustu
þýðingu sína, enda hefði hann þýtt
leikinn þrisvar, síðast með til-
styrk þeirra Deliuss, Hagbergs og
Lembckes. Gat hann að vísu ekki
borið af sér rangar og lausar þýðing-
ar, en taldi að enginn sanngjarn
maður mundi fella þýðinguna í heild
fyrir þær misfellur, og hafði þar
vissulega rétt fyrir sér.
Deilan gekk sinn gang. Bókmenta-
félagsforseti reyndi að skjóta á-
byrgðinni á prentun ritsins til rit-
nefndar, sem í voru Steingrímur
Thorsteinsson, Ben. Gröndal og B.
M. Olsen.* Matthías reyndi að fá
þá ritnefndarmenn til þess að taka
sínu máli,** en hafði lítið upp úr
krafstrinum, nema óviðjafnanlega
grein eftir Gröndal, sem rekur enda-
hnútinn á þessar grátbroslegu róst-
ur. Hætt er við að Matthíasi hafi
þótt greinin nokkuð út í hött, en þó
get eg ekki stilt mig um að taka
hana upp hér, enda sýnir hún vel
afstöðu Gröndals, þriðja höfuð-
skáldsins, til þeirra félaga sinna.
Greinin heitir “Út af Othello” og
kom í Norðanfara 14. mars 1885.***
Kveðst Gröndal þar ekki vilja taka
neina ábyrgð á prentuninni, “og
hvað var ónáttúrlegt í því þótt eg
treysti öðrum eins manni og Matt-
híasi til að þýða rétt?” Þvínæst
lætur hann uppi álit sitt á þessum
* “Leiðrétting” eftir M. Stephensen,
I>jóðólfur 1883, bls. 146.
** “Othello”, ísafold 28. jan. 1885; sjá
andsvar Eiríks ísafold 6. maí 1885.
*** Að þessara grein víkur Gröndal í
bréfi til E. M. 11. okt. 1885, sjá Sendibréf
frá Ben. Gröndal, Rvík. 1921, blsi. 56.