Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 132
114
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Með því er engu tapað, en mikið grætt. Formsins vegna hefði eg kunnað
betur við nafnið “sambandslög” heldur (í danska textanum “Overens-
komst”) en sáttmáli eða sættargjörð. En að efni til, er enginn vafi á því,
að hér er að ræða um sáttmála milli sjálfstæðra ríkja. — Öllum heimi
verður að vera ljóst, að afstaða Danmerkur og íslands sé sú, að stórveldiu
fái ekki með því að þvinga Danmörku færi á að nota sér ísland sem
verzlunarvöru. — Þessvegna er bezt að afstaða íslands og Danmerkur sé
ótvíræð að alþjóðalögum, svo að ísland geti verið hlutlaust, jafnvel þótt
Danmörk skyldi lenda inn í ófriðinn.”1)
Skoðun mín var á þessa leið: “Það væri óskandi að íslendingar sam-
þyktu nú sambandslögin, hiklaust og breytingarlaust. Að mínu áliti fser
ísland, með samningi þessum, öllum sínum kröfum fullnægt og verður full-
valda konungsríki í persónsambandi við Danmörku. Sjötta greinin felur
eigi í sér hina minstu skerðingu á fullveldinu, því að íslendingar fá að
fullu viðurkendan sinn sérstaka borgararétt, og þessa grein má einnig
fella burtu, ef æskilegt þætti, eins og aðrar greinar samningsins að stuttu
tímabili liðnu. Það er ákveðin skoðun mín að það væri mjög hættulegt og
gæti eyðilagt allt ef sambandslögin yrðu ekki samþykt nú þegar og
breytingalaust bæði á Alþingi og við alþjóðar-atkvæðagreiðslu.
Ef íslendingar samþykkja þau verða Danir að standa við orð sín og
1. desember þ. á. tekur ísland sér viðurkenda stöðu “meðal hinna fullvalda
ríkja” samkvæmt alþjóðarétti.”2)
Fyrir ítrekaðar óskir hinna og annara snéri fornminjavörður Matthías
Þórðarson sér til mín og bað mig um yfirlýsingu, er birta mætti, um að eg
féllist á frumvarpið. Eg svaraði: “Það er persónulega ákveðin sannfær-
ing mín, að ísland eigi hiklaust að taka því. Eg mundi telja það ógæfu,
ef mótspyrna gegn því risi nú upp á íslandi, sem teflt gæti samþykki þess
í tvísýnu og tefði fyrir fullveldisauglýsing fslands fram yfir stríð. Ef
það mál ætti að koma fyrir alþjóðafund væri alveg undir hælinn lagt
hvernig fara mundi. Bezt er að Danir og íslendingar greiði úr málinu sín a
milli og þau málalok séu síðan auglýst öðrum ríkjum. Mun þá ekkert
þeirra hreyfa neinum andmælum gegn því sem orðið er. Eg get ekki
betur séð — frá mínu sjónarmiði — en að íslendingar fái öllum kröfum
sínum fullnægt — með samþykki þess.
Samningurinn ber nafnið “sambandslög”, en er í rauninni, vafalaust,
alþjóða-sáttmáli. ísland verður fullvalda ríki með algjörum yfirráðum yfir
öllum málum sínum, — innan — og utanríkismálum. Með utanríkismál
fslands er farið af Danmerkur hálfu í umboði' íslands og ekkert er það, er
hamlar því að ísland segi þessu umboði Danmerkur upp eftir lengri eða
skemri tíma. Samkvæmt 7. gr. getur ísland hvenær sem er gjört samninga
l)Acta Isl. Lundb., A, hluti 22, bls. 2. 2)Acta Isl. Lundb., A, hluti 22, bls. 3.