Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 35

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 35
FRAMTÍÐ ÍSLENZKRAR MENNINGAR 17 þegar. f 7—800 ár mátti segja, að þessi þjóð, sem átti heima úti í miðju Atlantshafi, ætti sér ekki eitt haffærandi skip, væri háð öðrum um allar samgöngur “eins og fé í sjávarhólma”. Landið reyndist hart og duttlungafullt, gekk úr sér við rányrkju, eldur og ís leiddu hallæri yfir þjóðina, stundum var hún í úlfakreppu beggja í senn. Ofan á þetta bættist verzlunaráþján, sem var bein afleiðing af skipaleysinu. Þjóðin glataði sjálfstæði sínu og var þrautpínd af sköttum og skyldum. íbúatalan er ólýgnastur vottur um kjör hennar. Með talsverðum rök- um hefir verið gizkað á, að hún hafi um 1100 verið 70—80 þúsundir. Árið 1703 var hún komin niður í 50,000, tvisvar á 18. öldinni (eftir Stórubólu 1707 og Skaftárelda 1703) komst hún niður fyrir 40,000, og ekki fyrr en eftir 1900 komst hún upp í 80,000. Það má svo að orði kveða, að öldum saman hafi vofað yfir íslendingum sömu örlög og frændum þeirra á Grænlandi. Þegar þess er gætt, að þjóðin hefir alla tíma verið frjósöm og harðgerð, sýnir þetta bezt kjör hennar. Alls má gizka á, að rúm miljón íslend- ingar hafi náð fullorðinsaldri frá 900 til vorra daga. Það er varla unnt að heimta mikið afrek af ekki fleiri mönnum, sem auk þess lengst af bjuggu við slík skilyrði. Og samt hafa íslendingar unnið mörg afrek, fyrir utan það, sem skáldið talar um: Eftir þúsund ára spil, ægi-rúnum skrifað, eitt er mest, að ertu til, allt sem þú hefir lifað. Þau afrek eru mest á sviði and- legrar menningar sem fyrnist ekki né er bundin við stund og stað, og eru því enn lifandi arfur. Þegar með Agli Skallagrímssyni á 10. öld og Völuspá um 1000 nær norrænn skáldskapur hámarki sínu á íslandi, Um sama bil sem þjóðina skortir bolmagn og samtök til þess að nema Vínland, taka íslenzk skáld alger- lega við hirðskáldskapnum af Norð- mönnum. íslenzk menning, með Al- þingi sem miðstöð og höfuðstað, fær hinn samfellda, klassiska svip, sem gerir ísland að Attiku ger- manskra þjóða. Með sagnaritun sinni á móðurmálinu skapa íslend- ingar bókmentagrein, sem bæði að efni og formi er séreign þeirra. Það hefir verið sagt, að menning Vestur- landa ætti sér þrjár rætur: hina grísk-latnesku, hebresku og ger- mönsku. íslenzkar fornbókmentir, sem eiga rætur sínar allt aftur í þjóðflutningatímunum (sum Eddu- kvæði eru að stofni til frá 5. og 6. öld), eru hreinasta og fullkomnasta heimild um germanska fornmenn- ingu, og standa að því leyti sem menningargögn við hlið ritningar- innar og grísk-latneskra bókmenta. Og þær eru sú heimildin, sem enn er minnst könnuð og metin og fram- tíðin á eftir að gefa miklu meiri gaum en ennþá hefir verið gert. En þjóðin lagði ekki árar í bát, þó að þetta afrek væri unnið og enn- þá meir kreppti að henni efnalega. Aldrei dvínaði skáldskapur né rækt við forn fræði. Rímurnar tóku við af sögunum, helgikvæði af konunga- kvæðunum, og brúuðu myrkvasta tímabilið, frá 1350 til siðaskifta. Á 17. öld og fyrra hluta 18. aldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.