Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 129
ÞJÓÐRÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
111
sem nú eru. Ef stjórn íslands kýs að senda úr landr sendimenn á sinn
kostnað, til þess að semja um sérstök íslenzk málefni, má það verða í sam-
ráði við utanríkisráðherra.
Samningar þeir, sem þegar eru gjörðir milli Danmerkur og annara ríkja
°g birtir, og ísland varða, gilda og þar. Ríkjasamningar þeir, er Danmörk
gjörir eftir að sambandslög þessi hafa náð staðfestingu, skuldabinda ekki
ísland, nema samþykki réttra íslenzkra stjórnvalda komi til.
8. gr.
Danmörk hefir á hendi gæzlu fiskiveiða í íslenzkri landhelgi undir
dönskum fána, þar til ísland kynni að ákveða að taka hana í sínar hendur,
að öllu eða nokkru leyti á sinn kostnað.
9. gr.
Myntskipun sú, sem hingað til hefir gilt í báðum ríkjum, skal vera
áfram í gildi, meðan myntsamband Norðurlanda helzt.
Ef ísland kynni að óska að stofna eigin peningasláttu, verður að semja
við Svíþjóð og Noreg um það, hvort mynt sú, sem slegin er á íslandi skuli
vera viðurkendur löglegur gjaldeyrir í þessum löndum.
10. gr.
Hæstiréttur Danmerkur hefir á hendi æðsta dómsvald í íslenzkum
ftialum, þar til fsland kynni að ákveða að stofna æðsta dómstól í landinu
sjálfu. En þangað til skal skipa fslendinga í eitt dómarasæti í hæstarétti,
°g kemur það ákvæði til framkvæmda, þegar sæti losnar næst í dóminum.
11. gr.
Að því leyti sem ekki er ákveðið að framan um hlutdeild íslands í
kostnaði þeim, sem leiðir af meðferð mála þeirra, sem ræðir um í þessum
kafla, skal hún ákveðin eftir samningi milli stjórna beggja landa.
IV.
12. gr.
Öðrum málum en þeim, sem að framan eru nefnd, en varða bæði Dan-
wörk og ísland, svo sem samgöngumálum, verzlunar- og tollmálum, sigling-
Póstmálum, síma- og loftskeytasambandi, dómgæzlu, máli og vigt og
fjárhagsmálum, skal skipa með samningum, gjörðum af þar til bærum
stjórnvöldum beggja ríkja.
13. gr.
b'járhæð, að upphæð 60,000 kr., sem ríkissjóður Danmerkur hefir und-
anfarið árlega greitt fslandi, og kostnaður ríkissjóðs Danmerkur af skrif-
stofu stjórnarráðs íslands í Kaupmannahöfn, fellur niður.
Sömuleiðis eru afnumin forréttindi íslenzkra námsmanna til hlunninda
við Kaupmannahafnar háskóla.