Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 38
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
fjölda smærri spámanna, auðgað
anda sinn á íslenzkum ritum, og
áhrif þeirra á enskar bókmentir eru
meiri en flesta grunar.* Njála í
þýðingu Dasents, sem er þó ekki
nema svipur hjá sjón í samanburði
við frumtextann, er bók, sem flestir
hámenntaðir Englendingar þekkja,
enda hefir W. P. Ker kallað hana
“one of the great prose works of
the world”. Það er ekki orðinn lítill
hópur brezkra ágætismanna, sem
sótt hefir ísland heim frá því seint
á 18. öld, að Sir Joseph Banks kom
þangað, og skal eg ekki reyna að
þylja þau nöfn, enda eru þau mörg-
um kunnug. Margir þeirra hafa
lært íslenzku, og allir hafa þeir
orðið þjóð vorri vinveittir. En um
hitt er ekki minna vert, að eg þekki
yfirleitt ekki nokkurn brezkan
menntamann, sem nokkuð hefir
kynnzt íslandi að gagni, sem hefir
ekki fengið sérstakan áhuga á fræð-
um vorum og menningu. Og þessir
menn eru fleiri en margir ætla.
Þegar eg kom til Oxford 1917, voru
tveir aðalkennarar mínir þeir J. A.
Stewart og J. A. Smith, báðir pró-
fessorar í heimspeki og sérfræðing-
ar í Platon og Aristoteles. Stewart
hafði tvisvar kemið til íslands og
þekkti vel íslenzkar bókmentir, sem
þýddar voru, en Smith las Eddu-
kvæðin á frummálinu. Forstöðu-
maður Indian Institute, dr. James
Morrison, sérfræðingur í sanskrit,
las ekki einungis íslenzk fornrit á
frummálinu, heldur kunni heila
kafla úr þeim utan bókar. Eg hafði
áður vitað, að England átti þá slíka
* Sjá um þetta efnt m. a. ritgerð
próf. Richards Becks í XVI. árg. þessa
rits.
fræðimenn í þesum greinum sem
prófessor W. P. Ker, Sir William A.
Craigie og Dame Bertha S. Phill-
potts. En hitt kom mér á óvart,
hversu víða íslenzk fræði áttu ítök
hjá framúrskarandi mönnum í öðr-
um fræðigreinum. Og því fer fjarri,
að þessi áhugi hafi síðan farið þverr-
andi. Það er engin tilviljun, að
sumt af því allra bezta, sem ritað
hefir verið um íslenzk fræði, er
samið á ensku, rit, sem jafnvel ís-
lenzkir fræðimenn geta lært margt
af.** Það er eðlisskyldleiki með
brezkri og íslenzkri lífsskoðun, sem
á sér eldgamlar rætur í sameigin-
legu ætterni og menningu. Þetta
opnar leið til skilnings, en um leið
finna enskumælandi þjóðir það Ijós-
lega, að margt í þeirra eigin sið-
um og sögu skýrist fyrir þeim í
heiðríkju íslenzkra fornrita. Og
Bretum hefir verið það ljósara en
nokkurum öðrum erlendum fræði-
mönnum, að til þess að færa sér
bókmentirnar í nyt að gagni, verða
þeir að lesa þær á frummálinu,
þekkja lifandi íslenzkt mál og helzt
** Ein af þeim bókum, sem hver Is-
lendingur vestan hafs ætti að hafa í hönd-
um, er Bertha S. Phillpotts, Edda and
Saga (Home University Library), lítii
bók, rituð af mikilli þekkingu og skiln-
ingi. — Höfuðr.itið á ensku um íslenzka
menningu er þó W. P. Ker, Epic and
Romance, bók, sem flestum Islendingum
getur opnað nýja útsýn. 1 seinna bindinu
af CoIIected Essays eftir sama mann eru
fimm ágætar ritgerðdr um íslenzk efni. —
Eg vildi beina þeim tilmælum til ritstjóm-
ar þessa tímarits, hvort ekki væri unnt að
fá þar gert yfirlit um úrval enskra rita
um Island og íslenzk fræði á 19. og 20.
öld. Ef hinir yngri islenzku menntamenn
vestan hafs vildu kynna sér það bezta af
þessum ritum, myndi það glæða skilning
þeirra og áhuga á íslenzkri menningv
meira en flest annað. Þangað mætti
sækja, samhliða lestri íslenzkra rita, á-
gæt efni í fyrirlestra og umræðufundi.