Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 39

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 39
FRAMTÍÐ ÍSLENZKRAR MENNINGAR 21 kynnast landinu og þjóðinni. Það er föst sannfæring mín, og hún er reist á talsverðri kynningu bæði á brezku og amerísku menntalífi, að íslenzk fræði eigi sér hvergi erlend- is jafn glæsilega framtíð og með enskumælandi þjóðum. Þetta tíma- rit hefir fyrir stuttu flutt ágætt yfirlit um, hversu þessu er háttað í Bandaríkjunum. En í Bretlandi sjálfu er þó áhuginn talsvert meiri. Hér við Háskóla fslands er nú við íslenzkunám prófessor frá Mel- bourne í Ástralíu, og það er önnur ferð hans til íslands í þessu skyni. Allt bendir til þess, að þessi áhugi fari hraðvaxandi. En hvað líður íslenzkum fræðum við háskólana í Canada? Hvenær ætla íslendingar vestan hafs, sem aldir eru upp jafn- vígir á enska og íslenzka tungu, að fara að neyta þeirrar einstöku að- stöðu, sem þeir hafa, til þess að vyðja íslenzkum fræðum þar til rúms ? VI. Eg vil svo að lokum endurtaka það, sem eg sagði að framan: Það eru hinar yngri íslenzku kyn- slóðir vestan hafs, sem standa á vegamótum í þjóðræknismálinu. — Þeirra er að velja og hafna. Þeirra er ábyrgðin, ekki einungis fyrir sjálfar sig, heldur afkomendur sína. Cg sú ábyrgð verður þeim of þung, nema valið sé um stefnu af góðri Þekkingu og rækilegri íhugun. Van- Þekkingin getur leitt bæði til of- meta og vanmeta, en hættast er henni við að berast með straumnum, kjósa það sem auðveldast er. Og í baráttu lífsins er allt af hætt við, að hið auðveldasta sé um leið hið auð- virðilegasta. En hvað er þekking í þessu máli ? Hvorki meira né minna en að vita deili á öllu því verðmætasta, sem til er í íslenzkum bókmentum, ís- lenzkri sögu og menningu frá upp- hafi, kunna að skilja það og meta gildi þess, bæði sem arfleifðar fyrir hinar íslenzku ættir í Vesturheimi og á alþjóðlegan mælikvarða. Til þess að hafa rétt til að velja um leið- ir í þjóðræknismálinu á þessum tímamótum er ekki nóg að skoða það hversdagslega, sem samtíð og umhverfi leggur mönnum upp í hendur. Eg veit, að þetta er mikið heimt- að. En eg veit um leið, að ef for- ustumenn hinna yngri kynslóða vildu leggja það erfiði á sig, sem til þarf að gera þá fyllilega dómbæra í þessu máli, þá mundu þeir fá það ríkulega endurgoldið. Fyrst og fremst með því að geta valið sér stefnu með hreinni samvizku. Og í öðru lagi hefi eg þá trú á gildi ís- lenzkrar menningar, ef rétt er valið og rétt skilið, að þessi þekking yrði þeim svo dýrmæt, að þeir hvorki vildu sjálfir án hennar vera né vildu slíta niðja sína úr sambandi við hana. Og þegar þeir hefðu komist að þeirri niðurstöðu, að hér væri um dýrmæta séreign hinna íslenzku ætta að ræða, þá væri skammt til næsta sporsins: að vilja gera þessa séreign arðbæra fyrir víðara um- hverfi. Heimsmenning framtíðarinnar, ekki einungis í þjóðadeiglu (melt- ing pot) Vesturheims, heldur um víða veröld, eftir því sem samgöng- ur og samneyti allra þjóða þróast, hlýtur að skapast með þeim hætti, að hver þjóð leggi til hennar það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.