Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 125
ÞJÓÐRÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
107
eiga bæði lagalegan og siðferðislegan rétt til þess að njóta fullkomins jafn-
réttis við dönsku þjóðina í sambandinu milli fslands og Danmerkur, þá
ætlum vér, að ótiltækilegt sé að gjöra samninga um réttarsamband landanna
á öðrum grundvelli en hinn lagalegi og siðferðislegi réttur, er vér höfum
vikið að, bendir til að vorri skoðun, og sjálfstæðisþarfir þjóðarinnar
^refja. Sambandssamningarnir á öðrum grundvelli mundu eigi fullnægja
íslenzku þjóðinni, verða báðum aðiljum sambandsins óánægjuefni og leiða
fyr eða síðar til sambandsslita.
Samkvæmt því er vér nú höfum sagt, virðist oss, að samningar um
samband íslands og Danmerkur verði á þeim einum grundvelli gjörðir, að
fsland verði viðurkent fullvalda ríki og verði því í þjóðréttarlegu sambandi
við Danmörku með þeim hætti, að sameiginlegt mál beggja ríkja sé aðeins
konungur og konungserfðir samkvæmt 1. og 2. gr. í lögum 31. júlí 1853,
sem um þær gilda nú í Danmörku.
öll önnur mál hvors ríkis um sig séu þess sérmál. Og samningar þeir,
er takast kynnu um sameiginlega meðferð einhverra mála um stund, mega
ekki hagga þeim grundvelli, sem áður greinir.”1)
Sama dag gaf danska nefndin út yfirlýsingu sem hér greinir:
“'Án þess að fara út í þær ríkisréttarhugleiðingar, sem lýst er í þeim
ummælum íslenzku nefndarinnar, er fram komu á fundinum í dag, ber
danska nefndin hérmeð í stuttu máli fram aðalatriðin í þeirri skipun sam-
bandsins milli íslands og Danmerkur, er hún álítur sig geta lagt fram til
samþyktar fyrir dönsku stjórnina og Ríkisþingið.
fslenzkt og danskt löggjafarvald skal samþykkja samhljóða lög, sem
hér greinir:
ísland og Danmörk eru frjáls og sjálfstæð ríki, sem eru í sambandi um
sameiginlegt konungsvald og sameiginlegan ríkisborgararétt og hafa gjört
sáttmála um sameiginlega utanríkisstjórn, landvörn, mynt og æðsta dóm-
stól.
Dönsk stjórnarvöld fara með stjórnarvaldið í þeim málum, sem sam-
kvæmt sáttmálanum eru sameiginleg mál, þar til öðruvísi er ákveðið með
Jögum, sem samþykt eru bæði af dönsku og íslenzku löggjafarvaldi. ísland
tekur ekki þátt í kostnaðinum við meðferð hinna sameiginlegu mála.
Nafn íslands er tekið upp í heiti konungs.
Danir á íslandi og íslendingar í Danmörku skulu á allan hátt njóta
sömu réttinda sem ríkisborgarar, er fæddir eru í hlutaðeigandi landi. Allir
Nkisborgarar án tillits til bústaðar hafa frjálsan rétt til fiskiveiða í land-
beigi beggja landa.
-D Aktstykker bls. 34.