Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 118
100
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
um, að vér höfum bæði getu og gáfur til þess að fara með öll okkar mál
án íhlutunar annara, og augu Dana ættu einnig að hafa opnast fyrir því að
það eitt að þeir að fullu viðurkenni þetta, getur haldið við sambandinu milli
ríkjanna íslands og Danmerkur.”1)
Fánamálið var aftur tekið til meðferðar á Alþingi 1917. Þingið álykt-
aði að skora á stjórnina, að sjá um, að “almennur íslenzkur fáni verði tafar-
laust ákveðinn, er hægt sé að nota hvarvetna í siglingum.” Þvínæst lagði
ráðherra, er hann kom til Danmerkur í árslok s. ár fram beiðni í ríkisráð-
inu um yfirlýsingu: að sá fáni, er ákveðinn var með konungsúrskurði 19.
júní 1915, skuli vera hinn almennt viðurkendi fáni íslands.
Honum fórust m. a. orð á þessa leið: “Þegar málið var rætt á þingi
kom ekki í ljós neinn efi um rétt íslands til eigin fána né að íslenzk lög-
gjafarsamkoma gæti útkljáð málið. Það er skoðun mín, að á grundvelli hins
ómótmælanlega réttar íslands til þess að hafa umráð yfir verzlunar og
siglingamálum sínum, hafi það rétt til að afnema með konungsúrskurði,
samkvæmt áskorun Alþingis, takmarkanir á notkun hins íslenzka fána, á
íslenzkum skipum, utan landhelgis.”
Danski forsætisráðherrann hélt því ákveðið fram, að ekki væri hægt
að útkljá málið á þann hátt, er hinn íslenzkri ráðherra stingi upp á. Dan-
mörk sé þó, nú sem áður, tilbúin til að semja um deiluatriðin, um stöðu
íslands gagnvart Danmörku.
Eftir af forsætisráðherra íslands svaraði þessu lýsti hann því þvínæst
yfir að hann og samverkamenn hans í íslenzka ráðuneytinu myndu ekki
segja af sér eins og á stæði en sagði jafnframt, að þetta mætti ekki skoð-
ast svo sem að þeir legðu ekki mikla áherzlu á framgang þessa máls, því
hann vissi nákvæmlega, að Alþingið ætlaði ekki að láta málið falla niður.
Þá lýsti konungur því yfir, að hann gæti ekki orðið við beiðninni; en
hann bætti við, að þar sem um danskan og íslenzkan skoðanamun væri'
að ræða, þá mundu allsherjar-samningar frekar en samningar í einu sér-
stöku máli leiða til góðs samkomulags sem alltaf yrði að vera sá grundvöllur
er réttarstaða landanna hvors gagnvart öðru yrði að vera bygð á.
Sundurþykkjan milli íslands og Danmerkur óx nú meir og meir.
Stúdentamót í Kaupmannahöfn í Apríl 1918 varð ekki beint til þess að
koma á friði. Einn af aðalræðumönnunum var próf. dr. Knud Berlin.
Fundurinn gjörði samþykt er var stefnt að íslandi á þessa leið: Fundur
danskra stúdenta 16. apríl 1918 mótmælir þeirri skoðun á þeirri afstöðu til
hinna fjarlægari hluta ríkisins, er hingað til hefir ríkt í dönskum stjórn-
DRæðan er öll birt í blaðinu “Isafold” frá 14. 7. 1917. (Aota Isl. Lundb., hluti 19,
bls. 84).