Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 53
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
35
fengið afsvai’. Þýðingunni lét hann
fylgja frumtextann með skýringum
og athugasemdum, sendi hann það
heim til Reykjavíkur í janúar
1884* en bókin kom ekki út fyr en
1885.** Hafði Eiríkur leitað til
stjórnarinnar um nokkurn styrk til
útgáfunnar, með það fyrir augum
að hún yrði notuð sem skólabók, en
ekki fengið. Gerir hann grein fyrir
aðferðum sínum í formála, ritar
grein “úr æfi Shakespeares” á und-
an þýðingunni, en nokkrar “almenn-
ar atughasemdir” um erfiða staði í
henni á eftir, auk “Eftirmála” þar
sem hann fer nokkrum orðum um
hýðingu leiksins, grundvallarhug-
mynd hans, persónur hans og bygg-
ingu. f “formála” fyrir útgáfunni
segir hann sögu Stormsins, gerir
grein fyrir tilgangi útgáfunnar og
telur hjálparmeðöl sín: Það er texta-
útgáfa þeirra G. W. Clark og W.
Aldis Wright (Cambridge 1863—í
níu bindum), og skólaútgáfa W. A.
Wrights (Oxford 1874), henni hefir
Eiríkur fylgt mjög í “skýringum”
orða, er reka lestina hjá honum. —
^furgt er samt frumlegt í skýring-
Urn þessum, því Eiríki hefir dottið
margt í hug, en þó verður að taka
sumu af því með varúð, sem hann
®e£ir um ætterni orða, því málvís-
mdi voru þá enn skamt á veg komin,
ehki sízt í rannsóknum á samhengi
orn- og mið-ensku við norrænu.
Að öllu samanlögðu mátti útgáfan
** fréf tU St&r- Thorst. 16. jan. 1884.
Shnir stormurinn, sjónleikur eftir William
Mn .'JÞeare- I. Islenzk þýðing eftir Eirik
un?88011’ M.A., Reykjavík, Sigm. Guð-
, prentari, 1885. Bls. XXIV, 110
mp« J'i(iimynd). II. Frumtexti. 'Otgefinn
Revk- ^ngum aí Eiríki Magnússjmi M.A.
is^fvik’ sdgm. Guðmundsson, prentari,
1885, bls. XV, 188, (2), IV.
með þýðingu °g skýringum þykja
ágætis bók, og var það skaði að
tómlæti (ef ekki kali) stjórnarinnar
í garð Eiríks, hindraði það, að hún
væri notuð, sem skólabók í lærða
skólanum. Mætti jafnvel nota hana
enn í dag með athugasemdum kenn-
ara. Hinu hafa menn heldur ekki
veitt athygli að með þessari útgáfu
stóð ísland jafnsnjalt eða snjallara
grannlöndunum Danmörku og Nor-
egi, og það öldina út. f Danmörku
hafði Macbeth komið í lélegri skóla-
útgáfu 1855, síðan ekki fyr en 1903
í bættri útgáfu á borð við Storminn.
í Noregi kom The Merchant of Yen-
ice út 1880 og síðan 1902, hvort-
tveggja góðar útgáfur.
Stormurinn fékk tvo dóma á fs-
landi. Var hinn fyrri eftir (Dr.)
Jón Stefánsson og Valtý Guðmunds-
son.* Töldu þeir þýðinguna að
mörgu leyti góða, en þó gallaða sök-
um stirðleika máls og kveðandi. —
Skilning á frummálinu viðurkendu
þeir ágætan. Annars þykir þeim
til lítils koma, að vera að þýða
Shakespeare, íslenzk alþýða skilji
ekkert í honum. Gætir hér áhuga-
leysis þess, sem nú lætur skáldið af-
skiftalausan um fullan aldarþriðj-
ung. Hinn dómurinn var eftir skáld-
ið Grím Thomsen, lauk hann svo
dómi sínum, að fátt væri meistara-
legt við þýðingu þessa nema það að
hún væri eftir meistara Eirík Mag-
nússon.**
Þess má geta, að Eiríkur gefur
það í skyn í svari sínu til þeirra tví-
* 1 Þjóðólfi 14. og 21. maí 1886, svar
Eiríks í sama bl. 24 og 29. ág. 1886.
** Fróði, 6. septi 1886 [merkt: Ariel].
Svaraði Eiríkur með flugritinu: Dr. Grím-
ur Thomsen, ritdómari og skáld. Vöm og
sókn eftir E. M. Cambridge, 1887. Bls. 14.