Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 150
132
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
fyrir hönd félagsins ritari og gjaldkeri,
þeir Gísli Jónsson og Ami Eggertsson. Þá
hafa tvær fyrirlestraferðir verið farnar
til deildanna í Selkirk og Churchbridge,
af þeim prestunum séra Philip M. Péturs-
syni og séra Jakob Jónssyni. Meginhluti
allra þessara ferðalaga hefir verið far-
inn endurgjaldslaust. — Hafa hlutaðeig-
andi nefndarmenn greitt að mestu leyti
ferðakostnað sinn sjálfir.
Samvinnumál við fsland
Að þessum lið hefir verið unnið svo sem
tök hafa verið á. Hefir nefndin lagt
fyrir sig að safna upplýsingum aðlútandi
núverandi og væntanlegum viðskiftum
Islands og Ameríku og orðið allvel ágengt.
Fyrir aðstoð og milligöngu Guðmundar
héraðsdómara Grímssonar voru nefnd-
inni léð öll bréf og gögn, þessu máli við-
komandi, sem til eru í vörzlum viðskifta
og verzlunarmáladeildarinnar í Washing-
ton, D. C., (Departmnet of Trade and
Commerce). Lét nefndin afrita öll þessi
plögg og sendi afritið til formanns skipu-
lagsnefndarinnar Ragnars E. Kvaran í
Reykjavík. Þá verða borin fram tvö mál
hér á þinginu, er skýrt verður frá á sín-
um tima, er heyra undir þenna starfslið.
Þá heyrir og undir þenna lið fyrirtæki er
nefndin hefir ráðist í og skýrt er frá í
Tímaritinu, að gefa út bók um Þjóðréttar-
stöðu íslands, eftir hinn alkunna lög-
fræðing og Islandsvin dr. Ragnar Lund-
borg. Er birtur fjórði hluti þess rits í
Tímaritinu þetta ár en afgangurinn verð-
ur væntanlega að öllu forfallalausu birtur
í næsta árs hefti. Er þá svo til ætlast að
bókin verði þá öll gefin út sem sérstakt
heildarrit og fáist í lausasölu í íslenzkum
bókaverzlunum hér og heima.
tjtgáfumál.
Á þenna lið hefi eg þegar drepið með
því sem á undan er sagt. trtgáfu fyrir-
tæki félagsins eru aðeins tvö, Timaritið,
sem nú er fullprentað og verður til út-
býtingar á þinginu á morgun, og barna-
skólablaðið "Baldursbrá”. Tímaritið er
með sama sniði og það hefir verið og
starfsmenn við það hinir sömu. Þetta ár
hafa séð um auglýsingasöfnun þeir Jón J.
Bíldfell og Ásm. P. Jóhannsson með
þeim árangri að auglýsingar eru mun
meiri en verið hafa, verða því tekjur tölu-
vert meiri. Við útgáfu Baldursbrár hafa
starfsmenn verið hinir sömu og áður, dr.
Sig. Júl. Jóhannesson og B. E. Johnson.
Vinna þeir báðir þetta verk endurgjalds-
laust, sem naumast er þó sanngjarnt því
það er mikil vinna. Vildi eg þvi mega
skjóta því til þingsins hvort það álítið fé-
laginu um megn að greiða þessum starfs-
mönnum einhver þóknunarlaun.
Minjasafn og Minnlsvarðamál.
eru í höndum milliþinganefnda, er grein
gera fyrir þeim hér á þinginu, og þarí
því eigi að skýra frá þeim hér. Nokkuð
hefir gefist til minjasafnsins á árinu, og
ber sérstaklega að þakka tveimur mönn-
um liðveizlu þeirra við nefndina, og gjaf-
ir, hr. Valdimar Gíslasyni að Wynyard og
séra Sigurði ólafssyni í Árborg.
Fræðslumál.
Fylgt hefir verið sama fyrirk-omulagi
með íslenzku skólann og undanfarin ár.
Skólinn er haldinn á sama stað og verið
hefir og kennarar unnið sín verk af alúð
og trúmensku, endurgjaldslaust. Sérstök
nefnd hefir þetta mál með höndum og
leggur hún fram skýrslu hér á þinginu.
Þá má geta þess að hafin var barnakensla
í íslenzku að Mountain, N. Dak. á síðasta
ári fyrir forgöngu ágætra þjóðræknis-
manna. Hefir skólinn náð miklum vin-
sældum.
Móttaka við gesti.
Fyrir þremur samsætum hefir félags-
stjómin staðið í nafni félagsins, á þessu
liðna ári, í tilefni af því að hingað hafa
komið af ættjörðinni tveir menn í eins-
konar umboði ísl. stjórnarinnar, en hinn
þriðji er öldungurinn og rithöfundurinn
góðkunni sr. Jón Sveinsson. Er hann á
ferðalagi í kringum hnöttinn og hafði hér
aðeins nokkra daga viðdvöl. Færðist
hann undan almennu veizluhaldi, sátu þvl
til borðs með honum aðeins fáeinir menn
auk forstöðunefndarinnar og forstöðu-
nefndar klúbbsins Helga Magra. Kveldið
varð ;hið ánægjulegasta. — Flutti hann