Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 126
108.
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Með þeim skiiyrðum að fallist verði á þessi aðalatriði af íslendinga
hálfu, áskiljum vér oss ítarlegri samninga um mál, er hafa fjárhagslega
þýðingu o. fl. Ennfremur leggjum vér til að tekin sé til athugunar stofnun
ráðgefandi dansk-íslenzkrar nefndar, og sé annar helmingurinn kosinn af
Alþingi en hinn af Ríkisþingi. Sú nefnd skal semja tillögur er miða að
samvinnu milli landanna og að samræmi í löggjöf þerra, sérstaklega við-
komandi verzlun, siglingum, fiskiveiðum og öðrum atvinnuvegum. Nefndin
skyldi einnig setja sér að vita glögg deili' á löggjöf hvors lands um sig,
á þeim sviðum, sem hafa þýðingu fyrir hitt landið og borgara þess, svo og
að geta tekið þátt í sameiginlegri skandinavrskri löggjöf.”1)
Danska nefndin óskaði eftir því að hin íslenzka nefnd gjörði grein
fyrir, hvaða mismunandi merkingu hún legðr í samningsleg og lagaleg
ákvæði um skipun sambandsins milli fslands og Danmerkur í framtíðinni.
Til þess greinarmunar sagði íslenzka nefndin þanni'g:
1. “Ef sáttmála-leiðin er farin kemur það skýrt fram, að hvor aðili
um sig skuldbindur sig af fullveldi' sínu.
2. Uppfylling og slit sáttmálans fara eftir reglum þjóðréttarins en
eigi ríkisréttarins.”2)
Frá íslendinga hálfu var borin upp tillaga um “sáttmála um bandalag
milli íslands og Danmerkur”3) 2. grein hennar er svohljóðandi:
“Konungsríkið fsland og konungsríkið Danmörk gjöra með sér þann
sáttmála, að þau hafi bæði sama konung. Nafn íslands skal tekið upp í
heiti konungs. Röðin á nöfnum ríkjanna í heiti konungs fer eftir alþjóða-
venju.”
7. grein er á þessa leið: “Nú rýfst sáttmálinn, og er sambandinu þá
slitið fyrirvaralaust. En þá eru sáttmálsrof, er æðsti dómstóll í öðru
hvoru ríkinu telur svo vera. Nú gjörast aðrar greinir með þessum ríkjum
og skulu þær þá lagðar undir alþjóðadómstólinn í Haag eða annan slíkan
dómstól.”
Hið óvenjulega í þessum sáttmála var, að ekkert uppsagnarákvæði var
í honum, sem annars er venjulegt í milliríkja-sáttmálum. En eg er á sama
máli og Jellinek um það, að uppsögn — þótt ákvæði' um hana vanti — geti
samt átt sér stað.U
1) Aktstykker bls. 25. 2)Aktstykker bls. 28. 3)Aktstykker bls. 29.
4)Georg Jellinek, Die Lehre von den Staatenverbindungen, Wien 1882, bls. 102. — Dærni
frá vorum tímum um sáttmála, sem ekkert uppsagnarákvæði hefir, er sáttmálinn frá
1918 milli Frakklands og furstadæmisins Monaco. Hann var gjörður á venjulegan
þjóðréttarlegan hátt, og það er nátitúrlega og eftir frumreglum hægt að segja honum
upp þrátt fyrir það þótt þetta ákvæði vanti; þarmeð mundu líka þær kvaðir, er lagðar
eru á furstadæmið falla burt. Annars hefir einn fl-okkur í Monaco unnið að breyitingu
sáttmálans. (Viðvikjandi því siðara sjá Eberhard Hölder, Monaco. Eine völkerrecht-
liche Studie zu Art. 436 des Versailler Vertrages. Diss. Tubingen, Stuttgart 1930 bls. 56)-