Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 77
ÆSKU ENDURMINNINGAR
59
ir voru og þeir litu til hans horn-
auga.
Á þessum tíma var prestur í Staf-
holti, en þangað áttum við kirkju-
sókn, séra ólafur Pálsson, laglegur
maður á bezta aldri. Hann var
tengdasonur Ólafs Stephensens sek-
retéra í Viðey og með aðstoð hans,
fékk hann dómkirk j uembættið í
Reykjavík. Hann var ekki nema fá ár
í Stafholti. Hann þótti góður kenni-
maður. Móðir mín hafði mikið uppi-
hald á honum, bæði fyrir ræður
hans í kirkjunni og alla framkomu
hans í kirkju og utan kirkju. Eg,
há strákur, hafði ekkert vit á ræðum
hans enn mér þótti hann eitthvað
tignarlegur í messuklæðunum fyrir
altarinu og hann tónaði vel og það
hreif mig.
Eitt dæmi ætla eg að segja enn,
sem sýnir trúartraust fólks á þeim
tíma. f Borgarfirði létu rétt allir
bændur sem höfðu tvo vinnumenn
annan þeirra fara til sjóar um vetr-
ar- og vorvertíðir, eða þá syni sína
sem uppkomnir voru. Líka fóru
nokkrir fátækir bændur til sjóar
vetrarvertíðina. Þá var sá siður að
þeir fóru allir til altaris áður en
þeir fóru til sjóar, í því trausti að
Jesús Kristur mundi varðveita þá
betur á sjónum, eða ef þeir drukkn-
uðu mundi hann taka þá til himna-
ríkis. Þetta heyrði eg fólk vera að
tala um. Eitt var það að allir sem
fóru til sjóar urðu að kunna sjó-
mannabænina, sem þeir áttu að lesa
þegar þeir fóru á sjóinn, og sá siður
hélzt á meðan að eg fór til sjóar. Má
vera að hann haldist við enn í dag,
því það var fallegur siður, því bænin
vakti upp góðar hugsanir. Hér læt
eg þá staðar nema með mínar æsku
endurminningar.
NÝÁRSKVÆÐI
Ort og flutt við islendingafljót við áramótin 1876—77
af Jóhanni Briem
Nú er nýtt tímabil
Nú ber ný skemtun til,
Látum nýtt fjör í æðunum streyma.
Þvi að nýtt líf og fjör
Skapar ný ráð og kjör.
Það er nýtt land, er eigum í heima.
Áfram Isalands þjóð,
Áfram sveinar og fljóð.
Áfram, áfram með anda og höndum.
Sigurs auðið ei er,
utan stríð heyjum vér.
Það er sannað á lýðum og löndum.
Áfram áfram með hug,
Eflum kjark vom og dug,
Eflum dygðir og menatirnar fríðar.
Leggjumst allir á eitt,
Ekki skortir þá neitt. —
Þá mun skamt verða blessunar bíða.