Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 24
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
framtíð íslenzks þjóðernis í Vestur-
heimi er ekki aðeins óviss, heldur er
það líka hið mesta vandamál, að taka
afstöðu til hennar. Það mál á marg-
ar hliðar, sem eg ekki get minnzt
nema lauslega á. Ein snýr að fs-
lendingum á íslandi. Um hana er
það í styztu máli að segja, að vér
höfum engan rétt til þess að heimta
neina þjóðrækni aí komandi kyn-
slóðum landa vestra, þó að vér á hinn
bóginn ættum að gera það vegna
sjálfra vor, að hlynna að henni eftir
föngum. önnur snýr að eldri kyn-
slóðum landa í Vesturheimi. Um þá
af þeim, sem fluttust vestur full-
tíða eða eru aldir þar upp í umhverfi
íslenzkra bygða, má segja, að þjóð-
ræknin sé þeim að nokkuru leyti ó-
sjálfráð. Þeir hafa þurft að berjast
á móti henni af ráðnum huga, ef
þeir áttu að losna við hana, en fáir
þeirra hafa viljað það og líklega enn
færri hefir tekist það. Margir þeirra
hafa alla tíð borið ríka heimþrá ti'
fslands, og þó að hún hafi verið
blandin sársauka, hefir hún verið
eitt hið dýrmætasta í eigu þeirra.
Eg efast ekki um, að yngri kynslóð-
irnar skilji og virði þessar tilfinn-
ingar hinna eldri og hafi orðið fyrir
áhrifum af þeim. En afstaða þeirra
til íslands hlýtur samt að vera önn-
ur. Unga fólkið hefir fengið ment-
un sína í amerískum skólum, það er
alveg heima hjá sér í þarlendu um-
hverfi. Þó að það skilji og tali ís-
lenzku, er enskan því samt tamari.
Þó að það beri ræktarhug til íslands
og dreymi jafnvel um að sækja
frændur sína austan hafsins heim,
eru kynni þess af gamla landinu
reist á sögu, en ekki sjón, og heim-
þrá þess sársaukalaus, ekki nema
skuggi af heimþrá eldra fólksins.
Það eru þessar nýju kynslóðir, sem
standa á hinum miklu vegamótum í
íslenzkri þjóðrækni vestan hafs. —
Þær eiga um kostina að velja fyrir
sjálfar sig og niðja sína, og þær
hljóta að kjósa og hafna eftir því,
sem þær halda, að þeim sé fyrir
beztu. Ef þeim virðist íslenzk þjóð-
rækni munu standa þeim og afkom-
endum þeirra fyrir þrifum, er ekkert
auðveldara en þurka hana út með
öllu. Áhrif umhverfisins og straum-
ur tímans bera þær af sjálfu sér í þá
áttina, ef ekki er sjálfráð viðspyrna
veitt. Fyrir hverja nýja kynslóð,
sem fæðist, verður hægara og hæg-
ara að gleyma. En ef unga fólkið
kemst að þeirri niðurstöðu, að það
og niðjar þess fari á mis við eitt-
hvað verðmætt og dýrmætt með því
að slitna úr öllum tengslum við ís-
lenzka menningu, þá mun það veita
gleymskunni viðnám og getur gert
það. Og þó að þessari völ fylgi eng-
in kvöl, þá fylgir henni talsverð á-
byrgð. Því að ef íslenzk þjóðræknis
baráttu vestan hafs fellur niður um
einn mannsaldur, þá er of seint að
taka hana upp aftur, þó að einhverj-
ir hinna óbornu fegnir vildu. Þá er
samhengið rofið, hinar lifandi taug-
ar slitnar. Það er hægra að styðja
en reisa, segir gamall málsháttur.
Þegar eg var í Winnipeg vorið
1932, var mér boðið að vera við-
staddur á málfundi, sem ýmsir af
hinum leiðandi mönnum “yngri kyn-
slóðanna” héldu á heimili Mr. og
Mrs. Walter J. Lindal. Umræðuefnið
var framtíð íslenzkrar menningar
vestan hafs, eins og hún horfði við
frá sjónarmiði þessara manna. Mér
er þetta kvöld mjög minnisstætt. f