Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 56
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
voru að búa sig til heimferðar, því
flestar af þeim áttu bú og börn sem
þær þurftu að annast um. Og svo
urðu þær líka að hafa hama skifti
fyrir kvöldið, því spariklæddar komu
þær ekki í svona vinnu, nema Ragn-
hildur, en hún var æfinlega klædd í
línúlpu til hlífðar svarta silkikjóln-
um, sem hún hafði átt fyrir spari-
kjól í mörg ár, og sumar konurnar
brostu að hvað var orðinn gamal-
dags. En Ragnhildi stóð það á
sama, hún kunni vel við sig í gamki
kjólnum og hann fór henni vel.
Hún var nú orðin ein eftir, því
hún tók að sér að halda þarna vörð
og lagfæra smávegis, sem með þurfti
í eldhúsinu, þar til alt var þar í röð
og reglu fyrir kvöldið. Stórir katlar
af sjóðandi vatni stóðu tilbúnir fyrir
kaffið og kaffikönnurnar stóðu sótt-
hreinsaðar, með þvegna skjanna,
hlið við hlið í langri röð á hliðar-
borði, og biðu eftir því að vera born-
ar af fríðum frammistöðukonum
fram og aftur á milli gestanna í
kvöld. Ragnhildur gekk á milli
borðanna, til að líta eftir að ekkert
hefði gleymst eða farið aflaga. Hér
og þar lagaði hún blóm, sem henni
fanst ekki fara nógu vel, eða færði
til disk, sem henni þótti líta betur út
á öðrum stað. Þessar smávegis
handatiltektir, sem stundum gera
muninn á, hvort útlitið er fallegt
eða kæruleysislegt. Hún fann til dá-
lítillar þreytu í fótunum og bakinu,
en hún hafði nógan tíma til að hvíla
sig, áður en samkoman byrjaði.
Hún nam staðar fyrir framan leik-
pallinn og horfði á tjaldið, sem var
í baksýn, íslenzk fjallasýn—Ijóm-
andi fallega máluð, og tjöldin, fyrir
framan pallinn, voru dregin svo mik-
ið til hliðar, að gestirnir gætu horft
þarna í anda heim til fslands. Á
pallinum framarlega stóð borð með
stóru blómakeri fullu af rauðvíði.
Ragnhildur var ánægð með útsýnið.
Hún vissi að til hliðar uppi á pallin-
um, var þægilegur hægindastóll, sem
gaf góða hvíld. Hún gekk nú upp
þangað, og stansaði við borðið og
strauk fingrunum mjúklega yfir
humlana, tók tanna og strauk honum
við kinnina — börn vorsins. Ekkert
var svona fínt og mjúkt viðkomu
nema kollurinn á ungabarni og hún
hvíslaði lágt: “Vorið — — vorið
góða, vorið blíða.”
Uppi í kirkjunni var söngfólkið,
sem ætlaði að skemta í kvöld, að æfa
sig. Ragnhildur heyrði greinilega
músikina. Falleg og þýðleg sópranó-
rödd söng kvöldbæn Björgvins Guð-
mundssonar með alvöru og þunga —
“Nú legg eg augun aftur — ó guð
þinn náðarkraftur, mín veri vörn í
nótt”. — Orðin og tónarnir féllu
friðandi um huga og hlustir. Óvenju
há og hljómfögur tenórrödd söng
nú “ólafur reið með björgum
fram-------”, hófadynurinn í undir-
spili Sveinbjörnsons heyrðist greini-
lega. Ragnhildur gamla réri af ein-
skærri ánægju, réri með fallandan-
um í laginu, og sá í anda heim í háu
hulduhamrana og hinar glæsilegu
huldukonur, er reyndu að heilla
Ólaf. Sama röddin byrjaði nú að
syngja lag Sigfúsar Einarssonar
Gígjan, syngja það undursamlega
vel, og var það auðheyrt á fram-
burði og áherzlum orðanna, að
söngvarinn lagði sig fram til að
gera kvæði Gröndals góð skil. Ragn-
hildur lagði við hlustirnar, hún
mátti ekkert missa af fegurð söngs-