Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 56

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 56
38 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA voru að búa sig til heimferðar, því flestar af þeim áttu bú og börn sem þær þurftu að annast um. Og svo urðu þær líka að hafa hama skifti fyrir kvöldið, því spariklæddar komu þær ekki í svona vinnu, nema Ragn- hildur, en hún var æfinlega klædd í línúlpu til hlífðar svarta silkikjóln- um, sem hún hafði átt fyrir spari- kjól í mörg ár, og sumar konurnar brostu að hvað var orðinn gamal- dags. En Ragnhildi stóð það á sama, hún kunni vel við sig í gamki kjólnum og hann fór henni vel. Hún var nú orðin ein eftir, því hún tók að sér að halda þarna vörð og lagfæra smávegis, sem með þurfti í eldhúsinu, þar til alt var þar í röð og reglu fyrir kvöldið. Stórir katlar af sjóðandi vatni stóðu tilbúnir fyrir kaffið og kaffikönnurnar stóðu sótt- hreinsaðar, með þvegna skjanna, hlið við hlið í langri röð á hliðar- borði, og biðu eftir því að vera born- ar af fríðum frammistöðukonum fram og aftur á milli gestanna í kvöld. Ragnhildur gekk á milli borðanna, til að líta eftir að ekkert hefði gleymst eða farið aflaga. Hér og þar lagaði hún blóm, sem henni fanst ekki fara nógu vel, eða færði til disk, sem henni þótti líta betur út á öðrum stað. Þessar smávegis handatiltektir, sem stundum gera muninn á, hvort útlitið er fallegt eða kæruleysislegt. Hún fann til dá- lítillar þreytu í fótunum og bakinu, en hún hafði nógan tíma til að hvíla sig, áður en samkoman byrjaði. Hún nam staðar fyrir framan leik- pallinn og horfði á tjaldið, sem var í baksýn, íslenzk fjallasýn—Ijóm- andi fallega máluð, og tjöldin, fyrir framan pallinn, voru dregin svo mik- ið til hliðar, að gestirnir gætu horft þarna í anda heim til fslands. Á pallinum framarlega stóð borð með stóru blómakeri fullu af rauðvíði. Ragnhildur var ánægð með útsýnið. Hún vissi að til hliðar uppi á pallin- um, var þægilegur hægindastóll, sem gaf góða hvíld. Hún gekk nú upp þangað, og stansaði við borðið og strauk fingrunum mjúklega yfir humlana, tók tanna og strauk honum við kinnina — börn vorsins. Ekkert var svona fínt og mjúkt viðkomu nema kollurinn á ungabarni og hún hvíslaði lágt: “Vorið — — vorið góða, vorið blíða.” Uppi í kirkjunni var söngfólkið, sem ætlaði að skemta í kvöld, að æfa sig. Ragnhildur heyrði greinilega músikina. Falleg og þýðleg sópranó- rödd söng kvöldbæn Björgvins Guð- mundssonar með alvöru og þunga — “Nú legg eg augun aftur — ó guð þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt”. — Orðin og tónarnir féllu friðandi um huga og hlustir. Óvenju há og hljómfögur tenórrödd söng nú “ólafur reið með björgum fram-------”, hófadynurinn í undir- spili Sveinbjörnsons heyrðist greini- lega. Ragnhildur gamla réri af ein- skærri ánægju, réri með fallandan- um í laginu, og sá í anda heim í háu hulduhamrana og hinar glæsilegu huldukonur, er reyndu að heilla Ólaf. Sama röddin byrjaði nú að syngja lag Sigfúsar Einarssonar Gígjan, syngja það undursamlega vel, og var það auðheyrt á fram- burði og áherzlum orðanna, að söngvarinn lagði sig fram til að gera kvæði Gröndals góð skil. Ragn- hildur lagði við hlustirnar, hún mátti ekkert missa af fegurð söngs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.