Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 63
Eftir prófessor Richard Beck
Við ýmsa ameríska háskóla eru
hérlendir fræðimenn, sem að ein-
hverju leyti — vitanlega í mismun-
andi mæli — leggja rækt við íslenzk
fræði, með kennslu í þeim eða rit-
störfum og fyrirlestrahöldum um
>au. Er það hin þarfasta og þakk-
arverðasta starfsemi; því að oss
má eigi gleymast, að á þjóðræknis-
starfi voru eru tvær hliðar: — sú,
sem snýr að sjálfum oss, varðveizla
og ávöxtun lífrænna menningarverð-
mæta vorra hinna íslenzku vor á
meðal; og sú, er veit að útlending-
um, fræðsla um íslenzka menning
og túlkun hennar í þeirra þágu. En
þessi hefir löngum reyndin orðið,
að aukin kynni erlendra manna af
sögu þjóðar vorrar, tungu hennar og
bókmentum, hafa að sama skapi
borið ávöxt aukinnar virðingar og
aðdáunar fyrir henni og afrekum
hennar. Er auðsætt, að því almenn-
ari, sem slík afstaða til hennar verð-
ur alþjóðlega, því meiri hagur má
benni að því verða menningarlega og
viðskiftalega.
I.
Af þeim amerískum fræðimönn-
um, sem ástfóstri hafa tekið við ís-
lenzk fræði á síðari árum, hefir dr.
bee M. Hollander, prófessor í ger-
uiönskum málum við ríkisháskólann
1 Texas (University of Texas), verið
mikilvirkastur og um margt unnið
merkustu verkin á því sviði, þó ekki
séu þau gallalaus. Verður afkasta-
semi hans á þeim vettvangi aug-
ljós af upptalningu rita hans síðar
í grein þessari; koma þar þó ekki
öll kurl til grafar, því að eg hefi gert
mér far um, að draga athygli ís-
lenzkra lesenda að hinu helzta og
markverðasta, fremur en telja upp
allt, sem tína mætti til af ritsmíð-
um höfundar um þau efni.
Prófessor Hollander er fæddur í
Baltimore-borg í Maryland-ríki árið
1880. Hann er maður víðmenntað-
ur. Stundaði hann gagnfræðaskóla
og menntaskólanám í Þýzkalandi,
en lauk stúdentsprófi við Johns
Hopkins háskólann 1901, og doktors-
prófi í heimspeki við sama háskóla
1905. Auk þess hefir hann verið
við framhaldsnám í germönskum
fræðum og norrænum við Munich og
Leipzig háskóla í Þýzkalandi, og há-
skólann í Oslo. Hefir hann því set-
ið við fætur margra hinna ágætustu
kennara í þeim fræðum; enda ber
víðtækur lærdómur hans því órækt
vitni. Hann hefir verið háskóla-
kennari í germönskum fræðum við
ríkisháskólana í Michigan og Wis-
consin, og nú um mörg undanfar-
andi ár við ríkisháskólann í Texas.
Meðal annars kennir hann þar ís-
lenzku (fornmálið) og íslenzkar
fornbókmenntir.
Jafnhliða kennslustörfunum hefir
hann einnig unnið mjög mikið að
ritstörfum. Hann hefir snúið á
ensku ritum norskra og danskra
öndvegishölda í bókmenntum: Hen-