Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 62
Tvö Rvssöi
Eftir Huldu
1. DALA KONAN
Til hennar ljósgullnu hára
ei heimstízku saxið nær,
við sólgleði sextán ára
það sindrar, sem morgun bára
eða humall, sem glóir og grær.
Tvítug hún tígulleik hlaðin
sinn tárhreina gullhring ber,
og síðar hún situr staðinn
með sóma — en árahraðinn
burtu hennar æsku ber.
Við ástfórn og þúsund annir
hún unir í sínum dal.
Á lokkana fyrstu fannir
falla — en drættir sannir
votta hvað skyldi og skal.
—Og æskan, sem fer og flýgur
og finnur hve margt er tál
í draumi að hnjám hennar hnígur,
sem harmabót andvarp upp stígur:
þitt bregst aldrei, móðir, mál.
Sem sólin, er sjálfa sig nærir
og sendir um óraveg ljós,
það hjörtunum fróun færir
og færði — að til þú værir,
blessaða, rótfasta rós.
2. BORGFRÚIN OG MÁRINN
(Miðaldavísa)
Márinn líður á léttum vængjum,
leikur við hallarglugg.
Borgfrúin saumar björk og hindir,
hjartað er laust við ugg.
Márinn leikur á lista flugi,
ljómar sól yfir höf.
Borgfrúin saumar í frjálsum friði
sín fannhvítu silkitröf.
Márinn hrópar í hafseltu’ og vinda,
— höllin er örskammt frá sæ.
“Hvítmár, þín rödd og flugið fagra
freista mín æ og æ.”
f skaut sér hún fellir fíngerðan
sauminn,
fjarlægðin augum nær
þangað, sem mætist haf og himin,
— hvort hittast þar sálir tvær?
Márinn líður langt út á höfin, —
í leiðsludraum hvíslar frú:
“Hefur þú gleymt mér, riddari
Reginn,
og rósunum okkar nú?
Svo hreinar þær ilmuðu yfir sorgum
að ennþá mitt hjarta slær.”
— Hún hverfur heim — tekur upp
svanhvítt silkið
og saumar þar dúfur tvær.