Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 72
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
það sem það mátti til, svo sem:
korn, bankabygg og baunir, rúgmél
fékkst þó í kaupstaðnum í hálftunn-
um og kvartélum en það var svo
mikið dýrara en rúgurinn ómalaður,
að fólk keypti lítið af því, en flestir
bændur sem gátu, keyptu þó eina
hálftunnu, til að hafa í rúgbrauð
yfir sláttinn. Hálfgrjón fengust
líka en þau þóttu dýr og létt í mag-
ann svo það var lítið keypt af þeim.
Þá keyptu menn léreft og tvinna og
margt annað sem ekki var hægt að
veita sér heima. Líka var keypt
kaffi og sykur, sem þá var orðið
alment að hafa upp til sveita og kom-
ið í gott gengi hjá fólki. Þá var ekki
gleymt tóbakinu og brennivíninu.
Margir bændur keyptu þó nokkuð af
því, það var þá heldur billegt, 16
skildinga potturinn. Þeir keyptu
það ekki beint til að drekka það
sjálfir heldur til að geta gefið í
staupi ef einhver kom, til að fríast
við að hita kaffi, því gestrisnin og
vanin var svo ríkur hjá flestum að
það þótti sjálfsagt að gera öllum
sem komu eitthvað gott.
Matargerð upp til sveita var nokk-
uð lík hjá flestum sem gátu, að
hausts og vetrarlagi. Á meðan
stuttur var dagur, fór eldakonan
ofan fyrir dag til að hita morgun-
kaffið. Þar sem ekki voru klukkur,
sem ekki voru þá til nema á presta-
og sýslumannssetrum, og hjá stöku
ríkis bændum þessar gömlu drag-
lóða klukkur, þá varð eldakonan að
fara eftir sinni eigin áætlun með
tímann og þær fóru oftast nokkuð
nærri. Á meðan hún var að hita
kaffið fóru þeir að klæða sig sem
út áttu að fara til að gefa skepnum
sem inni voru. Þessar eldakonur
voru oft fljótar að hita ketilinn því
þær voru klókar við að fela eldinn
og höfðu strax góða glóð og nóg eld-
fimt við hendina. Þegar hún var
búin að hita vatnið og mala kaffið,
fór hún með kaffið og kaffikönnuna
upp til húsmóðurinnar, því þær
mældu kaffið í könnuna eftir fólks
fjölda. Svo fór eldakonan upp með
kaffikönnuna og rjómann til hús-
móðurinnar því hún skenkti kaffið
hvort sem hún var komin á fætur
eða ekki. Bollapörin og sykrið hafði
húsmóðirin vanalega í skáp eða á
hillu í baðstofu gaflinum hjá sér.
Þegar að kaffið kom var húsbónd-
inn kominn á fætur því hann var
vanalega einn af þeim sem út fóru.
Þegar búið var að gefa öllum skepn-
um, sem inni voru, þá fóru þeir inn
til morgunmatar, sem úti voru. —
Morgunmatur var nokkuð líkur hjá
öllum þeim sem einhver efni höfðu,
eftir því sem eg heyrði fólk vera að
segja frá: lítið fiskspil, fjórði part-
ur úr flatköku og smjör við því, og
svo lapþunnt mjólkurbland, mjöl-
mjólk sem kölluð var. Þetta var
hjá öllum þeim sem mjólk höfðu. —
Fullir askar voru skamtaðir af þessu
svo maginn þandist út á fólki, enda
var hann býsna viðtöku góður hjá
mörgum. En hjá þeim sem ekki
höfðu mjólk voru skamtaðir hálfir
askar af vatnsgraut með skyrspæni
út í og mjólk út á. Karlmanns askar
tóku fjórar merkur, kvenmannsask-
ar þrjár merkur, en krakka askar
tóku minna. Morgunmatur var vana-
lega étin í hálfbirtu í skammdeginu.
Eftir morgunmat fóru þeir út sem
úti störfum höfðu að sinna, en kven-
fólk settist við inni störf eða ullar-
vinnu. Þegar góð var tíð og þýð jörð