Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 72

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 72
54 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA það sem það mátti til, svo sem: korn, bankabygg og baunir, rúgmél fékkst þó í kaupstaðnum í hálftunn- um og kvartélum en það var svo mikið dýrara en rúgurinn ómalaður, að fólk keypti lítið af því, en flestir bændur sem gátu, keyptu þó eina hálftunnu, til að hafa í rúgbrauð yfir sláttinn. Hálfgrjón fengust líka en þau þóttu dýr og létt í mag- ann svo það var lítið keypt af þeim. Þá keyptu menn léreft og tvinna og margt annað sem ekki var hægt að veita sér heima. Líka var keypt kaffi og sykur, sem þá var orðið alment að hafa upp til sveita og kom- ið í gott gengi hjá fólki. Þá var ekki gleymt tóbakinu og brennivíninu. Margir bændur keyptu þó nokkuð af því, það var þá heldur billegt, 16 skildinga potturinn. Þeir keyptu það ekki beint til að drekka það sjálfir heldur til að geta gefið í staupi ef einhver kom, til að fríast við að hita kaffi, því gestrisnin og vanin var svo ríkur hjá flestum að það þótti sjálfsagt að gera öllum sem komu eitthvað gott. Matargerð upp til sveita var nokk- uð lík hjá flestum sem gátu, að hausts og vetrarlagi. Á meðan stuttur var dagur, fór eldakonan ofan fyrir dag til að hita morgun- kaffið. Þar sem ekki voru klukkur, sem ekki voru þá til nema á presta- og sýslumannssetrum, og hjá stöku ríkis bændum þessar gömlu drag- lóða klukkur, þá varð eldakonan að fara eftir sinni eigin áætlun með tímann og þær fóru oftast nokkuð nærri. Á meðan hún var að hita kaffið fóru þeir að klæða sig sem út áttu að fara til að gefa skepnum sem inni voru. Þessar eldakonur voru oft fljótar að hita ketilinn því þær voru klókar við að fela eldinn og höfðu strax góða glóð og nóg eld- fimt við hendina. Þegar hún var búin að hita vatnið og mala kaffið, fór hún með kaffið og kaffikönnuna upp til húsmóðurinnar, því þær mældu kaffið í könnuna eftir fólks fjölda. Svo fór eldakonan upp með kaffikönnuna og rjómann til hús- móðurinnar því hún skenkti kaffið hvort sem hún var komin á fætur eða ekki. Bollapörin og sykrið hafði húsmóðirin vanalega í skáp eða á hillu í baðstofu gaflinum hjá sér. Þegar að kaffið kom var húsbónd- inn kominn á fætur því hann var vanalega einn af þeim sem út fóru. Þegar búið var að gefa öllum skepn- um, sem inni voru, þá fóru þeir inn til morgunmatar, sem úti voru. — Morgunmatur var nokkuð líkur hjá öllum þeim sem einhver efni höfðu, eftir því sem eg heyrði fólk vera að segja frá: lítið fiskspil, fjórði part- ur úr flatköku og smjör við því, og svo lapþunnt mjólkurbland, mjöl- mjólk sem kölluð var. Þetta var hjá öllum þeim sem mjólk höfðu. — Fullir askar voru skamtaðir af þessu svo maginn þandist út á fólki, enda var hann býsna viðtöku góður hjá mörgum. En hjá þeim sem ekki höfðu mjólk voru skamtaðir hálfir askar af vatnsgraut með skyrspæni út í og mjólk út á. Karlmanns askar tóku fjórar merkur, kvenmannsask- ar þrjár merkur, en krakka askar tóku minna. Morgunmatur var vana- lega étin í hálfbirtu í skammdeginu. Eftir morgunmat fóru þeir út sem úti störfum höfðu að sinna, en kven- fólk settist við inni störf eða ullar- vinnu. Þegar góð var tíð og þýð jörð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.