Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 61
DRAUMUR
43
veldur benti til austurs og sagði:
“Horfðu á fjöllin þarna, þau eru
bygð úr eldi hugans, af þeim, sem
ekki brast vitsmuni, lífskraft og
stórhug til að sjá fram úr myrkr-
inu á þyngstu stundum þjóðarinnar.
Líttu á árnar er streyma áfram silf-
urtærar, þær eiga uppsprettu í Mím-
isbrunni. Þeir, sem hafa klætt land-
ið því græna skrúði, sem þú sérð,
hafa fengið að dreypa á þeim heilögu
vötnum. Þetta er ísland, hetju land-
ið háa, hreina-----”
Ragnhildur starði á Ingveldi með-
an hún talaði, og spurði í huga sér,
hver er þessi kona er mælir af svo
miklu valdi?
Ingveldur horfði á Ragnhildi með
brosmildum svip og sagði: “Eg er
gamla konan, sem hefi sagt íslenzk-
um börnum sögur, þulur, æfintýr og
kvæði frá upphafi íslands-bygðar.
Eg hefi vakið ímyndunaraflið og
kent íslenzkri æsku fyrstu vængja-
tökin. — Líttu í austur og sjáðu
ljómann yfir landinu okkar!”
Ragnhildur horfði þangað, sem
Ingveldur benti henni — og vaknaði
við það, að morgunsólin skein beint
inn á andlitið á henni------
Draumurinn hafði fylgt henni í
dag, líklega var þetta draumur fyrir
daglátum, fyrir sumarhátíðinni, ís-
lenzku sóldýrkununni. Kannske var
þetta draumarugl órar gamallar
konu, kallaðir fram úr skúmaskot-
um, gamlar minningar — kanske
var til þriðja þýðingin á draumnum.
Ragnhildur leit á úrið sitt, það
var kominn tími til að byrja sam-
komuna og nú heyrði hún umgang
og mannamál. Fólkið var farið að
þyrpast að.
C. HjörtoiF T&nóíröair,sonii
bóka- og rafmagnsfræðingur í Chicago, sjötugur.
Kveðja frá Fjallkonunni.
Hjartans kveðju Hirti,
hárum, sjötigi ára,
Frón, með fámenni sínu,
fám stendur það nær, sendir.
Vestra varla fóstrar
Vínland slíkan anda.
Greinir göfgum vini
‘gott kveld’ rafmagns elding.
Guðmundur Friðjósson