Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 100
Eftir Dr. Jur. Ragnar Lundborg.
(Framhald frá síðasta ári)
§6. Staða íslands samkvæmt frumvarpi nefndarinnar.
Með frumvarpi nefndarinnar feldu Danir algjörlega niður það sem þeir
höfðu áður haldið fram, að ísland hefði sérstöðu sem hluti hins danska
ríkis. Fyrirvara létu þeir að vísu fylgja, þann að þó þeir létu frumvarpið
svo vera, þá bæri það ekki að skilja sem “samþykki við þær skoðanir á sögu
og ríkisrétti sem haldið væri fram af íslendinga hálfu” heldur létu þeir
svo búið standa “af því þeir vildu fúslega verða við kröfum fslendinga til
sjálfræðis um þjóðerni og stjórn, sanna með því virðingu hinnar dönsku
þjóðar fyrir þjóðar vilja þeirra og eyða jafnframt ótta íslendinga við
þvingun til að hlíta forræði annara, beinlínis eða óbeinlínis.”1)
Eg hefi aldrei efast um að þessi ummæli væru töluð í einlægni. Hitt er
líka víst, að þessar sögu og réttar kröfur íslendinga, sem Danir vildu ekki
viðurkenna, hina römu fastheldni íslands við Gamla Sáttmála ekki
sízt, áttu drjúgan þátt í þessum atburðum og að miklu leyti réðu úr
slitum. Samkvæmt frumvarpi nefndarinnar hafa Danmörk og ísland jafn-
an rétt, eru óháð hvort öðru, semja um sín á milli af frjálsum vilja hvernig
sambandi þeirra skuli vera háttað.
Ekki var minnst á það í frumvarpi nefndarinnar, að ísland skuli vera
óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum réttindum. Þann laga-
staf (frá 1871) vildu Danir nú afnema og þegar frumvarpið öðlaðist gildi
“þá gjörbreytist réttarafstaða íslands og Danmerkur frá því sem tiltekið
er í stöðulögunum 2. jan. 1871.”2)
Fyrsta grein nefndarfrumvarpsins, sem framan er skráð, verður
skýrari við lestur íslenzka textans, sem átti að vera í nánu samræmi við
danska textann, en gefur þó betri hugmynd um merkingu hennar. Hún
endar á þessa leið: “Danmörk og ísland eru því í ríkjasambandi, er nefn-
ist veldi Danakonungs”. í heiti konungs koma á eftir orðinu “Danmörk”
orðin “og íslands”.3) Þessi voru sameiginleg mál Danmerkur og íslands:4)
“1. Konungsmata, borðfé ættmenna konungs og önnur gjöld til kon-
ungsættarinnar.
2. Utanríkismálefni. Enginn þjóðasamningur, er snertir ísland sér-
staklega, skal þó gilda fyrir ísland nema rétt stjórnarvöld íslenzk samþykki.
3. Hervarnir á sjó og landi ásamt gunnfána, sbr. þó 57. gr. stjórnar-
skrárinnar frá 5. janúar 1874.5)
4. Gæzla fiskiveiðaréttar þeganna, að óskerum rétti íslands til að
1) og 2)Betænkning, S XIV. 3)Betænkning bls. IX. 4)Betænkning bls. VIII.
5)Hér er ákveðið, að hver vopnfær Islendingur, sé skyldur til að taka persónulegan
þátt 1 vörn landsins — samkvæmt nánari ákvörðunum, sem við gefið tækifæri yrðu
teknar. Þetta hefir þó ekki skeð.