Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 70
(Móðurbróðir minn)
Eftir Huldu
Hann dvaldd í ljóðalandi,
hann lifði í björtum dölum
hjá tryggum trúarenglum
og treysti ei heimsins sölum.
F.n jarðar blóma og blessun
hann bar þó vel i minni
og skylduverkin vann hann
með vorsins létta sinnii.
Var glaður geisli i ranni
og góður hverju bami.
Og gott var þeim, sem gisti
hjá gæfumannsins ami;
þar inni bömin undu
og ástrík móðir hlúði
með greind að góðum háttum
■—því göfga hlaut hann brúði.
Víst lagði lífið byrðar
og léttar sízt að bera
á herðar hans, í æsku,
—sitt heiti hann dró af frera—
Og glóðir harma greyptu
rautt gull i taflborð æfi;
þar veittu örlög aflraun
við iturmennis hæfi.
Þeir einir eldraun sigra
sem eiga þrek í hjarta
og trú á allt hið innra,
þeir aldrei hika og kvarta;
en klífa hamra heilir
og heitum þakka raunum
það afl, sem erfið ganga
fær ungum veitt að launum.
Svo frár og frjáls í anda
af fjöllum komst þú niður
til þroskans daggar dala
þar djúpur ríkir friður.
Með fjallsins arf í armi
og útsýnisins bjarma
þú gekkst í gæfulundinn
að göfgra manna starfa.
—Á hlýju kvöldi er himneskt
að horfa lengst til baka
og hvíld við ljós þess liðna
hjá ljúfri minning taka.
Að þakka grát, sem gleði
var góðra manna háttur,
að hlýða kvöldsins kalli
þá kvað við hinnsti sláttur.
Þú kvaðst í kvöldsins næði
og kveiðst ei næturskugga,
því unnin störf, með alúð,
hinn æfilúna hugga.
Og engla og dísa álfur
þér opnar sífellt stóðu.
En ástrík börnin blómum
að beði þínum hlóðu.
I blíðum blundi kvaddi
þinn bjarti andi jörðu,
ei bergja þurfti hann bikar
af banastríði hörðu.
Svo léttur, frjáls og ljúfur
þú lifðir æfi daga,
og eins var bjart um burtför
og blessuð öll þín saga.
Far vel í ljóssins veldi!
þín vinir skulu minnast
sem drengs er dugði í þrautum
og dýrmætt var að kynnast.
sem, eins og ungur, hvarf þeim
með afl til nýrra dáða,
og klæddist nýjum kyrtli,
en kastaði hinum snjáða.
I vænni Vesturálfu
eg veit þér hvílu reidda
af hlýjum ástar höndum
og hvítum rósum breidda.
-—Eitt blóm frá bemskulandá
eg bið þér angan færa
og yl frá ættarsetri
og elfar söngva kæra.