Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 112
94
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
lögum engan meðákvörðunarrétt. Og ef lögin voru ekki bindandi, þá átti
þó konungur — og enginn annar — að ákveða, hvar hann undirskrifaði
íslenzk lög; því þessu máli var ekki ráðstafað í stjórnarskránni frá 1874,
er konungur sem einvaldur gaf landinu.1)
Ennfremur ákvað Alþingið að fela ráðherranum að reyna að koma því
til leiðar að danska Ríkisþingið tæki til umræðu sambandslagafrumvarpið,
sem Alþingi hafði samþykt 1909. Ráðherrann ræddi málið við danska for-
sætisráðherrann, en svar var ekki fáanlegt fyrir heimferð ráðherrans til
íslands. Á aukaþinginu 1912 var fyrir framtak einstakra manna gjörð
breytingartillaga við nefndarfrumvarpið frá 1908, til samkomulags innan-
flokka og m. a. undirritað af hinum fyrverandi ráðherrum og pólitísku
andstæðingum Birni Jónssyni og Hannesi Hafstein. Frumvarpið gekk ekki
eins langt og það, sem Alþingið samþykti 1909, en var skýrara en sjálft
nefndarfrumvarpið. í 1. grein var lögð áherzla á stöðu íslands sem ríki;
þar að auki skyldi ísland hafa rétt til að taka þátt í konungskosningu, er
fyrir kynni að koma. Þó stóð í athugasemdum við fyrsta hluta: “Ef eng-
inn möguleiki er til samkomulags, skal, áður en hætt er öllum samninga-
tilraunum, heldur ganga inn á, að orðin “danska konungsríkið” verði látin
standa, þó skal þá bæta þessu ákvæði við: “Danska konungsríkið er því
ríkjasamband, er myndað verður af þessum ríkjum.”
Fráskilið því hvað óskynsamlegt það var, að ísland lagði þannig
spilin á borðið, áður en samningar hófust, voru líka orðin “danska kon-
ungsríkið”, þrátt fyrir viðbætirinn, óheppileg. Það orðalag hefði að nýju
komið af stað vandræðum og skapað endalausan glundroða í framtíðinni.
Samkvæmt frumvarpinu skyldi sá hluti hinna sameiginlegu mála, er
snerti ísland vera í höndum íslenzks ráðherra í Kaupmannahöfn, sem ætti í
meðferð þeirra mála, sæti í danska ríkisráðinu og væri ábyrgur gagnvart
Alþingi.
Eg fyrir mitt leyti komst að þeirri niðurstöðu, að það væri betra fyrir
ísland, að láta allt standa við hið sama, vegna þess réttargrundvallar, er
landið hefði, en að ganga inn á þessa breytingartillögu. Að vísu kom það
á sættum milli aðiljanna, sem var framför frá því er áður var. En þetta
sættafrumvarp hefði þá þurft að gæta betur hagsmuna landsins en hið
fyrra. Það má ekki gefa upp réttargrundvöll, án þess að sá nýi, sem kemur
í staðinn, sé alveg nægilegur og traustur og samboðinn landinu.2)
1) Fullkomlega rétta afstöðu til málsins tók J. Sveiubjörnsson, nú íslenzkur ritari kon-
ungs, er hann skrifaði mér: “Frá réttarlegu sjónarmiði hafa Islendingar sem stendur
— því miður — ekkert vald til að ákveða hvar konungur undirskrifar íslenzk lög, en
það er enn verra að ákæðið um það, sem nú er látið falla niður, var tekið upp í ís-
lenzku stjórnarskrána; þetta var að nokkru leyti Dr. Valtý Guðmundssyni að kenna.”
(Acta Isl. Lundb., B, 13. 5. 1911, J. Sveinsbjörnsson).
2) Þessum skoðunum var haldið fram af mér i “Karlskrona-Tidningen” og seinna endur-
teknar i islenzku blöðunum m. a. fullkomlega í “Ingólfur” (Acta Isl. Limdb., A, hluti
14, bls. 8.