Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 27

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 27
FRAMTÍÐ ÍSLENZKRAR MENNINGAR !) vitrustu manna víða um heim og í augum þeirra lyft norrænni heiðni á hærra stig en forntrú Grikkja og Rómverja. Þetta er rauði þráður- inn í lífsskoðun íslendinga sagna og sjálfri sögu þjóðarinnar allar þær aldir, sem hún barðist á heljar >remi, án þess að glata sjálfsvitund sinni, gleyma ábyrgð sinni gagnvart feðrum og niðjum. Og þessi andi er enn vakandi, og það er enginn hé- gómi að minnast hans í þessu sam- bandi, þó að ekki sé um mannskæð- an hildarleik að ræða. Eg las ný- lega þessi ummæli í Lögbergi, sem mér er ánægja að taka upp, ekki sízt þar sem þau eru í fullu samræmi við orð, sem eg lét falla í samkvæmis- ræðu í Winnipeg fyrir fimm árum: “Eitt sinn skal hver deyja”, stend- ur þar. Sérhverjum þeim, sem til fullvitundar fæðist, er það ljóst, hve órjúfanlegt slíkt lögmál er; það hamlar honum samt ekki frá því að rækja skyldur sínar við lífið, heldur styrkir hann jafnframt miklu fremur í lífsbaráttunni: Enginn fær mig ofan í jörð, áður en eg er dauður. Hver helzt, sem þau kunna að verða, þjóðernisörlögin, er bíða vor í þessu landi, þá skuldum vér það uppruna vorum og ætt, að berjast fyrir sögulegri og menningarlegri tilveru vorri, eins og sæmir ósýktum afkom- endum hins glæsilega norræna kyn- stofns” (Lögberg, 16. sept. 1937). Þetta er drengilega mælt og karl- mannlega hugsað, og allir, sem nokk- uð þekkja til þjóðræknisbaráttu ís- lendinga vestan hafs, vita vel, að það er ekki orðagjálfur. Ef litið er til fámennis og dreifingar íslend- inga í Vesturheimi, má efast um, að nokkurir aðrir innflytjendur hafi komist til jafns við þá að ræktarsemi við tungu og menningararf. Þetta er þegar orðinn einn sá þáttur í sögu íslendinga, sem þjóðin á að geyma meðal dýrustu minninga sinna og þá ekki síður niðjar þess- ara manna sjálfra. Og undarlega er þeim mönnum á íslandi farið, sem horfa með kæruleysi á þessa baráttu landa sinna vestra, af því að þeir örvænta um framtíðina. Þessi bar- átta verður þó að minsta kosti virk og lifandi meðan nokkur maður, sem enn er fæddur á íslandi, er ofar moldu. Þessi barátta stefnir að því að gera allt, sem í mannlegu valdi hinna núlifandi kynslóða stendur, til þess að glata því ekki, sem þeim er hugfólgið og verðmætt. Hvað er hægt að heimta meira? Og hver er sá spámaður, sem þorir að telja þessa baráttu vonlausa og einskis virði? Þó að enskan verði aðalmál komandi kynslóða af íslenzku bergi, sé eg ekki, hvers vegna íslenzkan ætti ekki enn um ófyrirsjáanlegan tíma að geta haldið áfram að vera lifandi aukamál á meðal þeirra. — Þeir, sem eru svo stórlátir að hneykslast á orðinu aukamál eða finnast slík uppgjöf auðvirðileg, hugsa annaðhvort eins og gantar eða glópar, því að þetta er einmitt það ýtrasta, sem, mögulegt er, og væri um leið furðulegt afrek. En lítum nú á veruleikahlið þessa máls. Það er alkunnugt, að ensku- mælandi þjóðum er ekki ofþyngt með námi erlendra tungna. Enskan er heimsmál, hún er hverjum manni nægileg, bæði til hagnýtra hluta, jafnvel ferðalaga víðast um heim,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.