Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 85
EYJÓLFUR SIGURJÓN GUÐMUNDSSON
67
rsektaði í garðinum sínum. Hann
elskaði blómin: rósir og liljur og
fjólur og dahlíurnar. Hann lýsti oft
fegurðinni á Kyrrhafsströndinni:
hinu undur-fagra útsýni, fjöllunum,
dölunum, skóginum, hafinu. Og
^argsinnis mintist hann á æsku-
stöðvar sínar, og æskuvinina, og
fólkið, sem hann hafði kynst, þegar
hann átti heima í Hallson í N. Dak.,
Roseau í Minnesota, og Piney í
Manitoba. Allt það fólk, sem hann
hafði kynst í þeim bygðum, var
honum kært. Og um alla, sem hann
aokkuð mintist á, hafði hann æfin-
lega eitthvað gott til að segja.
Eins og eg tók fram áður, þá
skrifaði hann mikið af dýrasögum,
°g hann sagði mér (í bréfum sínum)
innihald margra þeirra, og tók það
°ft fram, að þær væru allar sannar;
sumar þeirra hafði Magnús Jónsson
(stjúpfaðir hans) sagt honum, en
hann (Eyjólfur) færði þær í letur.
Komu nokkrar þeirra út í blöðum og
thnaritum, bæði á fslandi og hér
vestan hafs. Mun vinur hans einn í
Keykjavík á íslandi hafa komið sum-
urn þeirra á framfæri fyrir hann.
Eyjólfur sendi mér fyrir mörgum
arum nokkur af kvæðum þeim, sem
hann nefndi: “Milli dúranna”. Flest
eða öll eru þau ort á árunum 1894
Kl 1903. Þau eru flest um blóm og
f^gla, og nokkur þeirra eru til æsku-
VlUa hans og nánustu ættingja. Þar
langt kvæði og merkilegt, sem
eitir: “úr bréfi til vinar míns,” og
har er kvæðið: “Eyfi og Clara,” sem
ann orti um sjálfan sig og frænd-
®túlku sína, og er bernsku-minning.
að er fagurt og hugðnæmt. í því
er þetta erindi:
“Um saklausu bömin síðan
Þar syngur fossinn og dröfn;
Hver blómknappur, sem að blómgast,
Hann ber þeirra fögru nöfn.”
Og meðal þeirra kvæða eru mjög
fallegar vísur, sem heita: “Bernsku-
minning,” og í þeim eru vísuorðin,
sem hann skrifaði á myndina, er
hann sendi mér haustið 1902. — Og
þá má telja með hans beztu ritverk-
um kvæðið: “íslenzka ekkjan,” sem
er al].-langt (hátt á fjórða hundrað
vísuorð). Það er saga um íslenzka
ekkju, sem herforingi segir vin sín-
um, þegar hann er nýkominn heim
úr stríðinu mikla. íslenzka ekkjan
kom ein síns liðs með son sinn, barn
að aldri, til Vesturheims, vann þar
fyrir honum með mikilli atorku og
þolgæði og kom honum til menta, og
varð hann afbragð ungra manna. En
þegar stríðið skall á, fór hann (son-
ur ekkjunnar) sem sjálfboði til
Norðurálfunnar, gekk í herinn og
ávann sér hylli yfirmanna sinna
fyrir hugprýði og drengskap, og féll
þar að lokum í valinn. Þegarekkjan
fréttir lát sonar síns, segir hún
meðal annars þetta:
“Það er svo margt, sem minnlir á þig;
Eg man það alt, hjartkæri son!
Með þér hef eg liðið, með þér hef eg glaðst,
Og þú varst mín einasta von.
Er mér fanst í heimi alt hverfult sem hjól
Og húmríkt og dapurt og kalt,
Hve höndin þín klappaði mömmu þá mjúkt,
Og mál þitt var fagurt og snjalt.
Þá breyttist hin helkalda hávetrar-nótt
1 heiðríkan, sólbjartan dag,
Og þá fanst mér syngja um ástina allt,
Svo inndælan, vonglaðan brag.”
Eyjólfur átti mjög vandað bóka-
safn og þótti honum innilega vænt
um það og mintist oft í bréfum sín-