Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 50
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Steingrím að útvega sér Delíus, og
“einhver Charles Knight* kve líka
vera góður.” Mun Steingrímur hafa
sent honum Shakespeares Werke,
hrsg. u. erklart von Nicholas Delius,
líklega 2. eða 3. útg. (eg hefi haft
við höndina hina 4. er út kom í Elb-
erfeld 1876).
Næsta vetur (28. mars 1871)
skrifar Matthías Steingrími: “Eg er
nú með Hamlet og þykir gaman að
þeim karli. Macbeth, Othello og
Rómeó og Júlíu hefi eg lokið við.
Macbeth þýddi eg alveg að nýju (í 4.
sinn). Delíus er ómissandi alveg.”
En þótt þýðingarnar lékju nú í
höndum hans, betur en nokkru sinni
áður, þá kvaðst hann ekki mundu
þýða fleiri leiki að sinni.
Þýðingar Matthíasar komu loks
út í þessari röð:
1. Macbeth, sorgarleikur (tra-
gedía) eftir W. Shakespeare, Matt-
hías Jochumsson hefir íslenzkað. Út-
gefendur: Nokkrir menn í Reykja-
vík, 1874. [4], 104 bls. [með efnis-
skýringum og athugasemdum eftir
Stgr. Thorsteinsson. Til grundvall-
ar liggja skýringar eftir þýzka
skáldið Bodenstedt, Matthías er hon-
um ekki sammála um Macbeth og
frú hans].
2. Hamlet Dana-prins. Sorgar-
leikur (tragedía) eftir W. Shak-
speare [!]. í íslenzkri þýðingu eftir
Matthías Jochumsson, Reiykjavík,
prentað hjá Einari Þórðarsyni, 1878.
[4], 152 bls. [með athugasemdum
höfundar, sem getur þess að hann
fylgi útg. N. Deliuss, en hafi notað
* Gaf út: The Comedies, Histories,
Tragedies and Poems of W. Shakespeare
2. ed. London, 1842—44, 12 vols. og The
Stratford Shakespeare, N. Y. 1868, 6 vols.
þýðingar Hagbergs og E. Lembckes
til samanburðar].
3. óthelló eða Márinn frá Fen-
eyjum. Sorgarleikur eftir W. Shak-
speare [!]. Matthías Jochumsson
hefir íslenzkað. ÍBF. Reykjavík,
prentaður í prentsmiðju ísafoldar,
1882. 130 bls.
4. Rómeó og Júlía. Sorgarleikur
(tragedía) eftir W. Shakspeare [!].
Matthías Jochumsson hefir íslenzk-
að. ÍBF. Reykjavík, prentað í prent-
smiðju ísafoldar, 1887. 118, [2]
[með athugasemdum höfundar, er
getur þess að hann hafi fylgt C. A.
Hagberg eða Lembcke “þar sem tví-
ræðir eða flóknir staðir finnast í
leik þess(um.”].
Geta má nærri, að Matthíasi hafi
létt, er hann loks sá fram á það, að
þýðingarnar gátu komið fyrir al-
mennings sjónir. Þær höfðu kostað
hann mikla vinnu, og oft hafði hon-
um fundist, að hann vera að vinna
fyrir gíg. “Hér er ekkert nema
eymd, deyfð, hræsni og andlegur
dauði” skrifar hann 25. okt. 1864,
þegar hann leggur Othello á hilluna.
En þótt enginn landa hans hvetti
hann, — nema Steingrímur — þá
eggjaði Shakespeare sjálfur hann til
nýrrar sóknar, og marga glaða stund
mun hann hafa átt yfir þýðingunum,
þegar honum fanst andi íslenzkunn-
ar vera sér sérstaklega handgenginn:
“Gaman er, Steingrímur,” skrifar
hann 29. apr. 1869, “að hafa Alad-
díns-anda íslenzkunnar í vestisvas-
anum og geta sigað honum þegar
maður vill á bergrisa og berserki, og
eins látið hann verða flugu og fiðr-
ildi og skinnhettufiður, eins og Grá-
mann í Ármannssögu gerði fyrir
Þorstein!”