Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 99
UM GIFTINGAR ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
81
lenzkt var. Margir litu þá svo á, að
það væri Vestur-íslendingum aðeins
til tafar að vera að burðast með
nokkuð af því hér. Nú er þessi
skoðunarháttur að mestu leyti horf-
inn; en í stað hans er komið meira
af sanngjörnum og réttmætum
metnaði fyrir hönd þjóðarbrotsins,
og réttara mat á sumum verðmæt-
um að minsta kosti, sem geta talist
þjóðernisleg. Hvort að þetta hefir
þau áhrif að afturkast myndist bráð-
um móti þeirri þjóðernisafneitun,
sem felst í hinum vaxandi blönduðu
giftingum og sem oft er eflaust ekki
íhuguð af þeim, sem eiga hlut að
máli, er náttúrlega ekki unt að
segja; hvort sveiflan hefir nú náð
sinni mestu hæð og lækkar aftur
innan skamms er tilgangslítið að
leiða getum að; en það er vel hugsan-
legt, að ýmsar orsakir geti orðið
því valdandi, að þetta breytist nokk-
uð aftur, því hér getur margt komið
til greina. Félagsleg fyrirbrigði er
oft erfiðast að sjá fyrirfram; eða
jafnvel að gera sér grein fyrir, eftir
að þau eru fram komin.
MARGT BÝR í SJÓNUM
(Frásögn Vigfúsar Þorvaldssonar, gamals manns á niræðisaldri.
Siirifað hefir eftir minni hans J. J. B.)
Árið 1883 réri eg til sjós hjá
Magnúsi Finnssyni á Steinum í
Reykjavík. Það var seint á sumar
vertíð að við rérum vestur í Kambs-
Imru á fjögra manna fari. Veður
Var hið inndælasta og stafalogn. Frá
ferðinni vestur, er ekkert að segja.
Við i'érum alla leið. Þegar þangað
kom lögðum við lóð sem við höfðum
eitta meðferðis, eins og siður var í
Þá daga. Eftir að við vorum búnir
að leggja, biðum við stundarkorn
uður en við byrjuðum að draga lóð-
til þess að gefa fiskinum tíma
til að bíta. Fiskur var heldur tregur
' ^etta inn og við vorum tilbúnir að
alda á stað heimleiðis, og var klukk-
an þá á milli 3 og 4. Rétt eftir að
við lögðum á stað heimleiðis sáum
við skepnu svo sem 100 faðma fyrir
aftan skipið, og lífið eitt til suðurs
frá því. Sjódýr þetta var allt öðru
vísi, eða það sem við sáum af því, en
nokkurt annað er eg hefi séð, eða
heyrt talað um. Dýrið, eða skepn-
una sjálfa sáum við ekki. En kryppa,
eða nokkurs konar turn stóð upp úr
sjónum, er okkur virtist að standa
mundi upp úr miðju baki dýrsins.
Turn þessi var um sex fet á hæð og
var nákvæmlega eins í laginu og
kantaður móhraukur. Að framan
verðu var hvít rák á þessum turni,
skeifumynduð og náðr boginn. upp
undir topp á kryppunni. Sjódýr
þetta hafði hægt um sig. Marraði
þarna í sjávarfletinum og virtist
athuga gerðir okkar í ró og næði.