Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 35
FRAMTÍÐ ÍSLENZKRAR MENNINGAR
17
þegar. f 7—800 ár mátti segja, að
þessi þjóð, sem átti heima úti í
miðju Atlantshafi, ætti sér ekki eitt
haffærandi skip, væri háð öðrum
um allar samgöngur “eins og fé í
sjávarhólma”. Landið reyndist hart
og duttlungafullt, gekk úr sér við
rányrkju, eldur og ís leiddu hallæri
yfir þjóðina, stundum var hún í
úlfakreppu beggja í senn. Ofan á
þetta bættist verzlunaráþján, sem
var bein afleiðing af skipaleysinu.
Þjóðin glataði sjálfstæði sínu og var
þrautpínd af sköttum og skyldum.
íbúatalan er ólýgnastur vottur um
kjör hennar. Með talsverðum rök-
um hefir verið gizkað á, að hún hafi
um 1100 verið 70—80 þúsundir.
Árið 1703 var hún komin niður í
50,000, tvisvar á 18. öldinni (eftir
Stórubólu 1707 og Skaftárelda 1703)
komst hún niður fyrir 40,000, og
ekki fyrr en eftir 1900 komst hún
upp í 80,000. Það má svo að orði
kveða, að öldum saman hafi vofað
yfir íslendingum sömu örlög og
frændum þeirra á Grænlandi. Þegar
þess er gætt, að þjóðin hefir alla
tíma verið frjósöm og harðgerð,
sýnir þetta bezt kjör hennar. Alls
má gizka á, að rúm miljón íslend-
ingar hafi náð fullorðinsaldri frá
900 til vorra daga. Það er varla
unnt að heimta mikið afrek af ekki
fleiri mönnum, sem auk þess lengst
af bjuggu við slík skilyrði.
Og samt hafa íslendingar unnið
mörg afrek, fyrir utan það, sem
skáldið talar um:
Eftir þúsund ára spil,
ægi-rúnum skrifað,
eitt er mest, að ertu til,
allt sem þú hefir lifað.
Þau afrek eru mest á sviði and-
legrar menningar sem fyrnist ekki
né er bundin við stund og stað, og
eru því enn lifandi arfur. Þegar
með Agli Skallagrímssyni á 10. öld
og Völuspá um 1000 nær norrænn
skáldskapur hámarki sínu á íslandi,
Um sama bil sem þjóðina skortir
bolmagn og samtök til þess að nema
Vínland, taka íslenzk skáld alger-
lega við hirðskáldskapnum af Norð-
mönnum. íslenzk menning, með Al-
þingi sem miðstöð og höfuðstað,
fær hinn samfellda, klassiska svip,
sem gerir ísland að Attiku ger-
manskra þjóða. Með sagnaritun
sinni á móðurmálinu skapa íslend-
ingar bókmentagrein, sem bæði að
efni og formi er séreign þeirra. Það
hefir verið sagt, að menning Vestur-
landa ætti sér þrjár rætur: hina
grísk-latnesku, hebresku og ger-
mönsku. íslenzkar fornbókmentir,
sem eiga rætur sínar allt aftur í
þjóðflutningatímunum (sum Eddu-
kvæði eru að stofni til frá 5. og 6.
öld), eru hreinasta og fullkomnasta
heimild um germanska fornmenn-
ingu, og standa að því leyti sem
menningargögn við hlið ritningar-
innar og grísk-latneskra bókmenta.
Og þær eru sú heimildin, sem enn er
minnst könnuð og metin og fram-
tíðin á eftir að gefa miklu meiri
gaum en ennþá hefir verið gert.
En þjóðin lagði ekki árar í bát,
þó að þetta afrek væri unnið og enn-
þá meir kreppti að henni efnalega.
Aldrei dvínaði skáldskapur né rækt
við forn fræði. Rímurnar tóku við
af sögunum, helgikvæði af konunga-
kvæðunum, og brúuðu myrkvasta
tímabilið, frá 1350 til siðaskifta.
Á 17. öld og fyrra hluta 18. aldar